Umhverfi Síldarminjasafnsins að breytast

Umhverfi Síldarminjasafnsins að breytast Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir á lóð

Fréttir

Umhverfi Síldarminjasafnsins að breytast

Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir á lóð og umhverfi safnsins.

Hafin var smíði á bryggju sem tengir safnhúsin saman og mun því verki ekki ljúka fyrr en á næsta ári. Með tilkomu bryggjunnar mun aðkoma rútugesta aukast til muna.

Síðan var umhverfið meðfram Snorragötu lagað í framhaldi af framkvæmdum sem Vegagerðin og Fjallabyggð fóru í, með tilkomu á færslu Snorragötu og nýjum gangstéttum. Ásýnd safnsins hefur gjörbreyst með öllum þessum framkvæmdum, og er starfsfólki safnsins, iðnaðarmönnum og öðrum, sem komu að lóðar framkvæmdinni til sóma.



Rútustæði









Bryggjan sem tengir rútustæði við öll safnahúsin





Myndin sýnir Njarðarstöðina, eða KEA-planið á síldarárunum, þar sem Bátahúsið stendur núna.

Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst