Umsóknum að Herhúsinu fjölgar stöðugt.

Umsóknum að Herhúsinu fjölgar stöðugt. Herhúsinu hafa borist 50 umsóknir um dvöl í húsinu í sumar. Umsækjendur eru frá 19 löndum; 15 frá Bandaríkjunum,

Fréttir

Umsóknum að Herhúsinu fjölgar stöðugt.

Herhúsinu hafa borist 50 umsóknir um dvöl í húsinu í sumar. Umsækjendur eru frá 19 löndum; 15 frá Bandaríkjunum,
7 frá Bretlandi, 4 frá Íslandi, 3 frá Hollandi, Kanada og Þýskalandi, 2 frá Frakklandi og Serbíu og 1 frá Kóreu, Írlandi, Taílandi, Eistlandi, Póllandi, Svíþjóð, Danmörku, Tékklandi, Slóvakíu, Ísrael og Alsír.

Nokkrar umsóknir hafa borist nú þegar fyrir næsta vetur og næsta ár. 
Húsið hefur verið fullbókað jafnt sumar sem vetur síðustu ár.

Listamennirnir sem hafa dvalið hér hafa allir verið yfir sig hrifnir af vinnuaðstöðunni , Siglufirði og náttúrufegurðinni hér í kring. Nokkrir ætla að sækja aftur um dvöl á öðrum árstíma og sumir hafa jafnvel sýnt áhuga á að eignast hér hús.



Athugasemdir

09.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst