Ungt fólk flytur til Siglufjarðar
Arnar Ólafsson kláraði nýlega sveinspróf í múrsmíði með glæsibrag hjá múrdeild
Tækniskólans í Reykjavík.
Sveinsstykkið var hleðsla sem samanstóð af öllu því helsta sem múrari gerir og tók fimm daga að ljúka.
Veggur var hlaðinn með stiga í miðjunni, hluti flísalagður, hluti steinaður, annar pússaður og enn einn hluti filtaður, gluggabretti og boginn
stigi.
Arnar stóð sig framúrskarandi vel og hlaut viðurkenningu sem er verðlaunapeningur og viðurkenningarskjal gefið út af Iðnaðarmannfélaginu
í Reykjavík vottað af Forseta Íslands og stjórn Iðnaðarmannafélagsins.
Viðurkennningin er veitt fyrir elju, dugnað og áhuga á námstímanum.
Arnar Ólafsson er Siglfirðingur, sonur Lalla "múr" og Örnu Arnars.
Kona Arnars er Edda Henný Símonardóttir.
Þau ólust bæði upp á Siglufirði og eru gott dæmi um ungt fólk sem fer að heiman til náms en kemur aftur til að búa í
heimabyggð.
Þau stofnuðu fyrirtækið Múr og pípulagnir ehf með Eyjólfi bróður Eddu sem er pípari.
Arnar segir að hér sé nóg að gera, þannig að þau eru glöð að vera komin heim, og líta björtum augum á
framtíðina hér á Siglufirði.
Athugasemdir