List án landamæra.
Í gær fór verkefnið List án landamæra fram í Fjallabyggð. Fimm dömur komu þá við á nokkrum stöðum og lásu ljóð eftir nokkur landsþekkt ljóðskáld.
Þær hófu lesturinn við sundlaugina í Ólafsfirði, síðan var haldið í sundhöllina á Siglufirði , þá var gert stutt stopp á Rauðkutorgi og endastöðin var hið nývígða Ljóðasetur Íslands á Siglufirði. Var gerður góður rómur að lestrinum og þótti mörgum kærkomið að fá ljóðalestur í eyra í önn dagsins.Á heimasíðu verkefnisins má sjá þennan texta þar sem fjallað er um markmið þess: Markmið hátíðarinnar er fjölbreyttni, að sjá tækifæri ekki takmarkanir, það er allra hagur.
Við viljum koma list fólks með fötlun á framfæri
og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks.
Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði
í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á
öllum sviðum. Menningaráð Eyþings styrkir verkefnið.
Heiðrún og Hrafnhildur.
Kristrún og Heiðrún.

Hrafnhildur.

Anna og Kristín.

Þórarinn og Karitas.
Texti og mynd: Aðsent.
Athugasemdir