Upplýsingamiðstöð ferðamála í Fjallabyggð lokar

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Fjallabyggð lokar Fimmtudaginn 1. september n.k. verður upplýsingamiðstöð ferðamála á bókasafninu á  Siglufirði lögð

Fréttir

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Fjallabyggð lokar

Rósa og Hallgrímur
Rósa og Hallgrímur

Fimmtudaginn 1. september n.k. verður upplýsingamiðstöð ferðamála á bókasafninu á  Siglufirði lögð niður. Starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar á bókasafninu hófst í byrjun júní  og hefur gengið mjög vel  að mati starfsmanna sem og gesta sem margir hafa lýst ánægju með þjónustuna.  

Starfsmenn upplýsingamiðstöðvarinnar á Siglufirði í sumar voru þau Hallgrímur Páll Sigurbjörnsson upplýsingafulltrúi og Rósa Bjarnadóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns og upplýsingamiðstöðvar.

Á tímabilinu 6. júní – 29. ágúst heimsóttu 2462 gestir upplýsingamiðstöðina á Siglufirði með fyrirspurnir um m.a.: Gönguleiðir í Fjallabyggð og nágrenni, söfn og gallerí, ferðaþjónustu í Fjallabyggð og á Tröllaskaga, veitingastaði, sérstöðu Siglufjarðar.


Að auki má nefna að útlendingar, sérstaklega ferðamenn frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss spurðu töluvert um skíðasvæðið á Siglufirði og um Fjallabyggð sem ferðamannastað og gistimöguleika á veturna.

Framtíð upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Fjallabyggð, sem hefur starfsleyfi frá Ferðamálastofu, er óráðin en nokkar fyrirspurnir bárust um starfsemina og framhald hennar frá erlendum ferðaþjónustu- og kynningaraðilum sem setja vildu upplýsingar um starfsemina í kynningarrit sín.


Texti: Aðsendur

Mynd: GJS

Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst