Uppskeruhátíð ferðaþjónustufólks á norðurlandi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustufólks á norðurlandi Síðan árið 2005 hefur ferðaþjónustufólk á starfssvæði Markaðsstofu Norðurlands komið saman til

Fréttir

Uppskeruhátíð ferðaþjónustufólks á norðurlandi

Síðan árið 2005 hefur ferðaþjónustufólk á starfssvæði Markaðsstofu Norðurlands komið saman til Uppskeruhátíðar að loknu sumri. Þá er einum degi varið til þess að koma saman, ferðast um Norðurland,  kynnast og skemmta sér.



Uppskeruhátíðin hefur  verið haldin vítt og breytt um Norðurland, til skiptist á svæðum í samvinnu við heimamenn, sem þá bjóða í heimsókn og sýna samstarfsfólki hvað í boði er. Uppskeruhátíðin er jafnan fjölsótt, og lítur út fyrir að svo verði líka í ár. 

Síðastliðið ár var hátíðin haldin á Tröllaskaga þar sem hún endaði hjá Rauðku á siglufirði en í ár er hátíðin haldin á starfssvæði ferðaþjónustuklasans Norðurhjara, sem starfar fyrir ferðaþjónustuna  frá Tjörnesi að Bakkafirði.
Dagskrá Uppskeruhátíðarinnar er að venju algjört leyndarmál, það eina sem þátttakendur fá að vita er hvaðan er farið að morgni  og hvar er endað að kvöldi.  Allt ferðaþjónustufólk á Norðurlandi er hvatt til að taka þátt í hátíðinni.

Skráningarfrestur er til mánudagsins 22.október, hjá  maria@nordurland.is.
Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu Markaðsstofunnar, sími 462 3300.

Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst