Úrslit í Ísmóti Gnýfara
Um helgina var haldið árlegt Ísmót Hestamannafélagsins Gnýfara á Ólafsfjarðarvatni, þar sem veðrið lék við keppendur og mótsgesti, logn, 5 stiga hiti og þurrt. Ísinn var skafinn í á föstudag og brautin var eins og best verður á kosið.
Keppt var í tölti og skeiði.
Þátttakendur voru 21 í tölti og 6 í skeiði.
Úrslit í tölti voru eftirfarandi:
1. Mattías Eiðsson, betur þekktur sem Matti Eiðs, á Vöku frá Hólum, með einkunina 7.5
2. Magnús Bragi Magnússon, betur þekktur sem Maggi Magg, á Hugleik frá Fossi, með einkunina 7.0
3. Þorbjörn Hreinn Mattíasson, betur þekktur sem Lúlli Matt, á Hroll frá Grímsey, með einkunina 6.83
4. Guðmar Freyr Magnússon á Frama frá íbishóli, með einkunina 6.5
5. Gunnlaugur Atli Sigfússon, betur þekktur sem Atli Fúsa, á Krumma frá Egilssá, með einkunina 6.33
Að lokinni verðlaunaafhendingu riðu knaparnir eina sigurferð og hér má
sjá þrjá efstu knapa kveðja svellið á þessum góða degi.
Úrslit í skeiði voru sem hér segir:
1. Svavar Örn Hreiðarsson betur þekktur sem Svabbi Hreiðars á Jóhannes Kjarval, á tímanum 8.78.
2. Þorbjörn Hreinn Mattíasson betur þekktur sem Lúlli Matt á Djásn frá Tungu, á tímanum 8.97.
3. Anna Kristín Friðriksdóttir á Svarti Svanur frá Grund, á tímanum 9.15.
4. Guðmar Freyr Magnússon á Fjölnir frá Sjávarborg, á tímanum 9.22.
5. Sveinbjörn Hjörleifsson á Sól frá Dalvík á 11.53
Sjá einnig vefsíðu Hestamannafélagsins Gnýfara
Athugasemdir