Útboð á jarðvegsvinnu vegna stækkunar skólanum
Stefnt er nú að því að hefja stækkun á Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu á Siglufirði og á jarðvegsvinnu
að ljúka eigi síðar en 29.nóvember.
Á heimasíðu Fjallabyggðar má lesa frekar um allar helstu forsendur útboðsins og deildarstjóri tæknideildar gefur allar frekari upplýsingar.
Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna stækkunar á grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu 10 á Siglufirði.
Um er að ræða viðbyggingu á tveimur hæðum 465 fermetrar að stærð.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 860m3
Fylling 400m3
Girðing 124m
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 29. nóvember2013.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur 2.000 á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði frá og með miðvikudeginum 16. október 2013.
Tilboðin verða opnuð á sama stað hjá bæjartæknifræðingi Fjallabyggðar föstudaginn 30. október 2013 klukkan 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Deildarstjóri tæknideildar.
Athugasemdir