Útgáfuhóf - Um jólin - Ný ljóðabók frá Tóta

Útgáfuhóf - Um jólin - Ný ljóðabók frá Tóta Útgáfuhóf verður í Ljóðasetrinu laugardaginn 16. nóv. kl. 16.00 í tilefni af útgáfu nýjustu ljóðabókar

Fréttir

Útgáfuhóf - Um jólin - Ný ljóðabók frá Tóta

Útgáfuhóf - Um jólin -  Ný ljóðabók frá Tóta 

Útgáfuhóf verður í Ljóðasetrinu laugardaginn 16. nóv. kl. 16.00 í tilefni af útgáfu nýjustu ljóðabókar Þórarins Hannessonar, Tóta kennara, bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2013. Bókin ber heitið Um jólin og fjallar um eitt og annað sem tengist jólunum. Höfundur mun lesa úr bókinni og árita og verður bókin á sérstöku tilboðsverði "beint frá bónda," aðeins 1.500 kr.

Efni bókarinnar höfðar til barna jafnt sem fullorðinna og er tilvalin í jólapakkann þetta árið.

Bókin er ríkulega myndskreytt af Marsibil G. Kristjánsdóttur listamanni frá Þingeyri og verða upprunalegu myndirnar til sýnis í útgáfuhófinu.

Léttar veitingar verða á boðstólum - allir velkomnir.


Athugasemdir

01.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst