Útskrifað úr Farskólanum
Í gærkvöld var útskrift hjá 15 nemendum sem hafa sótt námskeið í Námi og þjálfun frá Farskólanum, Sauðárkróki en þeir hafa verið með aðstöðu í húsnæði Einingu-Iðju síðustu 2 annir. FNV mat námið í þeim grunngreinum sem voru kenndar en þær eru metnar til 16 framhalsskóla eininga fyrir þá sem sátu alla áfanga.
Bryndís Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Farskólans og Þorkell Þorsteinsson aðstoðarskólameistari FNV mættu galvösk til að afhenda nemendum skírteinin og bjóða þeim og þeirra fjölskyldum upp á glæsilegar veitingar að athöfn lokinni.
Farskólinn hefur átt farsælt samstarf við Siglufjörð á síðustu árum og hefur hann meðal annars boðið upp á nám við grunnmenntaskóla og skrifstofubraut hér á Siglufirði. Ekki er þó vitað hvert framhaldið verður þar sem Siglufjörður tilheyrir nú Norðurlandi austri en ekki vestri. Greinilegt er þó að mikill áhugi er hér í bæ fyrir námi eins og Farskólinn hefur boðið upp á og því von margra að samstarfið haldi áfram.
Athugasemdir