Valló tekur við Leigumiðlun Rauðku
Rauðka ehf og Egill Rögnvaldsson hafa gert með sér samning um kaup Valló ehf. á Leigumiðlun Rauðku, sem nú mun heita Leigumiðlun Valló. Sigríður María Róbertsdóttir og Egill skrifuðu undir samning þess efnis og tók hann gildi 1. janúar síðastliðinn.
Egill, skarðsprinsinn sem komið hefur skíðasvæðinu í Skarðsdal vel á framfæri, tekur nú við þjónustunni sem Rauðka hefur lagt kapp á að byggja upp. Form þjónustunnar breytist ekki og mun hún áfram fara fram í gegnum heimasíðu Sigló.is á slóðinni www.siglo.is/gisting.
Rauðka hefur nú lokið við að gera það sem fyrirtækið stefndi að með uppbyggingu leigumiðlunarinnar, að byggja upp öflugan grunn til að auka þjónustustigið á Siglufirði. Nú var komið að því að setja það í hendurnar á réttum aðila og þar var Egill Rögnvaldsson efstur á blaði. Aðspurður segir Egill þetta góða viðbót við þann rekstur sem hann er með í dag og komi til með að hjálpa honum við markaðssetningu skíðasvæðisins. Nú getur hann auglýst skíðaferðir með gistingu.
Athugasemdir