Varúð, lyftan í ráðhúsinu er biluð!

Varúð, lyftan í ráðhúsinu er biluð! Þannig er mál með vexti að við hjónaleysin ætlum að kaupa ákveðið hús hérna í bænum til þess að búa í. Þess vegna þarf

Fréttir

Varúð, lyftan í ráðhúsinu er biluð!

Hjartastuðtækið góða
Hjartastuðtækið góða

Þannig er mál með vexti að við hjónaleysin ætlum að kaupa ákveðið hús hérna í bænum til þess að búa í. Þess vegna þarf ég að fara annað slagið upp á bæjarskrifstofu sem er í ráðhúsinu til að reyna að fá því framgengt að konan mín komist til og frá þessu ákveðna húsi. Svona í framhjáhlaupi þá liggja mínar aðal áhyggjur í því að hún þurfi að rogast með alls kyns kruðerí og beikonbréf í gegn um garða og yfir húsveggi til mín þar sem ég ligg í húsbóndastólnum og stjórna sjónvarpsrásunum af mikilli innlifun og útpældum takkaflettingum.

Þegar ég fór í ráðhúsið í gær þá sá ég mér til mikillar skelfingar að lyftan er biluð. Ég hugsaði með mér "ætti ég ekki bara að koma aftur á morgun?" í stað þess að ganga upp allar 3 hæðirnar. En ég lét mig hafa það.

Fyrsti stiginn var töluvert léttur en það mætti alveg vera vatnstankur og plast glös ásamt áningarbekk við hliðina á þessari treflakúlu sem er þarna á millihæðinni, treflakúlan er annars mjög flott.

Áfram hélt ég kófsveittur og blásandi upp á næstu hæð og sá þá mér til óttablandins léttis að það er hjartastuðtæki á þeirri hæð. Ég vægast sagt skildi það mjög vel af hverju þetta stuðtæki er á þessari hæð og var á ákveðnum tímapunkti að spá í að nota það.

Svo rogaðist ég upp á 3 og síðust hæðina þar sem Arnar verkfræðifulltrúi (vona að ég beri þetta rétt fram) beið mín. Ég verð að taka það fram að það er mjög gott að ræða við þennan öðlings pilt. Þar horfði hann á mig blásandi í cirka 10 mínútur áður en ég kom upp orði. Eftir að ég var búin að ræða við hann fór ég fram og hitti á þær Biddý og Dagný sem hlógu að líkamlegu þreki mínu. Og nú spyr ég, á ekkert að fara að gera við þessa lyftu? Hún er búin að vera biluð í báða þessa 2 daga sem ég hef þurft að fara þarna upp? Ef lyftan verður ekki löguð fer ég að senda konuna mína í það að ræða við starfsfólk bæjarins og það held að þið viljið ekki fá yfir ykkur.

Þið verðið að afsaka hvað þetta eru óskýrar myndir en ég bara hélt ekki einbeitingu auk þess sem ég kann ekkert á linsuna sem er á myndavélinni.

Varúð lyftan er biluð

Varúð lyftan er biluð

Varúð lyftan er biluð

Myndir og texti: Hrólfur Baldursson


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst