Vegagerðin að ganga frá við Snorragötu

Vegagerðin að ganga frá við Snorragötu Tómas Óskarsson hefur tekið að sér að raða hellusteinum á umferðareyju sem skilur af rútustoppistöð og Snorragötu,

Fréttir

Vegagerðin að ganga frá við Snorragötu

Tómas Óskarsson
Tómas Óskarsson
Tómas Óskarsson hefur tekið að sér að raða hellusteinum á umferðareyju sem skilur af rútustoppistöð og Snorragötu, við Síldarminjasafnið á Siglufirði.

Tómas rak hellusteipu hér á árum áður um leið og fólk keypti hellur af honum var hann fenginn til að raða þeim í bílastæði og víðar. Tómas hefur á undanförnum árum unnið töluvert við þessa iðju.

Bás hf vinnur að grjótlagningu í fjöruborðinu og Fjallabyggð vinnur að undirbúningi að gangstétt. Þessum framkvæmdum á að verða lokið fyrir mesta ferðamannatímann í sumar.







Bás hf að raða grjóti í fjöruborðið.



Undirbúningur að gangstétt frá Norðurtanga að Gránugötu.



Þetta er hraðinn inn í þéttbýlið 50 km. að Norðurtanga þar fer hann í 35 km.



Hraðinn út úr þéttbýlinu 70 km. til Ólafsfjarðar þar fer hann í 50 km. í gegnum þéttbýlið og Múlagöng.

Texti og myndir: GJS




Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst