Vélfag ehf. Ólafsfirði

Vélfag ehf. Ólafsfirði Íslensku  sjávarútvegs-verðlaunin voru veitt í fimmta sinn 22.september 2011. Verðalaunaafhendingin  fór fram í Gerðarsafni í

Fréttir

Vélfag ehf. Ólafsfirði

Sýningarbás Vélfags
Sýningarbás Vélfags
Íslensku  sjávarútvegs-verðlaunin voru veitt í fimmta sinn 22.september 2011. Verðalaunaafhendingin  fór fram í Gerðarsafni í Kópavogi. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað framúr í fiskveiðum og sjávarútvegi bæði á Íslandi og erlendis.

Alls eru veitt sautján verðlaun og fá vinningshafar  leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt. 
Vélfag hlaut verðlaunin:  Framúrskarandi íslenskur framleiðandi –fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, minni fyrirtæki  ( fyrir Marin700 flökunarvélina )



Ólöf Ýr Lárusdóttir og Bjarmi A Sigurgarðarsson, eigendur Vélfags að taka við verðlaununum sem Guðjón Einarsson ritstjóri Fiskifrétta afhenti þeim. Ljósmynd: Geir A. Guðsteinsson



Allir verðlaunahafar: Ljósmynd: Geir A. Guðsteinsson



Sýningarbás Vélfags: Ljósmynd: Magnús Albert Sveinsson

Það var mikill erill á sýningarbás Vélfags alla sýningardagana. Vélfag kynnti heildstæða línu Marín fiskvinnsluvéla, hausara, flökunarvél og roðdráttarvél, sem allar eru framleiddar á verkstæði fyrirtækisins í Ólafsfirði.

Fiskvinnsluvélarnar vöktu gríðarlega athygli jafnt innlendra sem erlendra gesta. Við kynntum þarna í fyrsta skipti M 800 roðvélina þar sem ýmis þekkt vandamál í roðdráttarferlinu eru leyst með framúrstefnulegum hætti. Vélfag og Þorbjörn hf í Grindavík undirrituðu kaupsamning um M700 flökunarvélina sem var á sýningunni. Flökunarvélin fer um borð í Gnúp GK 11 á næstu vikum.

Í umfjöllun Fiskifrétta í dag af Íslensku Sjávarútvegsverðlaununum var umsögn dómnefndar um Vélfag birt :

"Vélfag á Ólafsfirði hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun og smíði nýrrar gerðar fiskflökunarvélar. Vélin er nú komin um borð í nokkra frystitogara og í fiskvinnsluhús í landi og hefur reynst  mjög vel að mati þeirra sem tekið hafa hana í notkun. "

Texti: Aðsendur

Vélarnar eru smíðaðar úr rústfríu stáli og plasti sem gerir það að verkum að tæring er engin og um leið einfaldar það allar stillingar, en slíkt er nauðsynlegt þar sem hvert prósent í nýtingu skiptir tugmilljónum.

Þessar vélar eru fyrirferðaminni en aðrar sambærilegar vélar, það kemur sér vel út á sjó þar sem plássið er takmarkað.

Vélfag gerði áður við fiskvinnsluvélar og smíðuðu varahluti í þær. Þrjú ár eru liðin síðan fyrsta vélin var tekin í notkun. Norðurströnd á Dalvík fékk fyrstu vélina. M-700 getur flakað fisk frá 25 til 95 cm. Hægt er að hraðastilla flökun frá 5 til 45 fiska á mínútu.



Marin 700 flökunarvél



Sölvi og Þormóður



Auðunn við tölvustýrðan fræsara

Síðari hluti texta og þrjár síðustu myndirnar: GJS




Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst