Vélsleðaferð

Vélsleðaferð Síðastliðna helgi var alveg rjómablíða á Sigló og tilvalið skíða, bretta og vélsleðaveður. Á laugardaginn þá skelltum við okkur á skíði í

Fréttir

Vélsleðaferð

Síðastliðna helgi var alveg rjómablíða á Sigló og tilvalið skíða, bretta og vélsleðaveður. Á laugardaginn þá skelltum við okkur á skíði í Skarðinu sem var alveg virkilega ljúft og skemmtilegt, færið gott og úrvals veitingar í skíðaskálanum.
 
Á sunnudeginum var vélsleðinn hins vegar tekin út úr bílskúrnum og aðeins prufað að sleðast.
 
Það var fullt af sleðum í fjöllunum á Tröllaskaga. Sem algjör nýliði í þessum vélsleðamálum hengdi ég mig á Ómar Óskarsson og Þröst Ingólfsson. Það er að sjálfsögðu alltaf bezt að fara með einhverjum sem er vanur og ætli Þröstur Ingólfsson sé ekki með reyndari mönnum í vélsleðamálunum á Siglufirði.
 
Ég allavega fylgdi þessum heiðursmönnum eftir og þeir fylgdust náið með því hvort ég kæmist ekki örugglega úr sporunum á litla vélsleðakrílinu mínu.
 
Tröllaskaginn er vægast sagt skemmtilegt svæði til að skoða yfir vetrarmánuðina á vélsleða.
 
Að sjálfsögðu var ég með Gopro vélina á mér, en reyndar þarf ég að læra ögn betur á það hvernig ég hef vélina stillta upp á að ná sem beztu útsýni. 
 
Vonandi hafið þið einhverja ánægju af því að skoða þetta myndband.
 

 

Hér er svo slóðin á myndbandið fyrir þá sem eru með ipad og aðrar græjur.


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst