Vélsleðar fastir í Langeyrartjörn

Vélsleðar fastir í Langeyrartjörn Á mörgu var að taka á Sumardaginn fyrsta en það sem vakti einna mesta athygli bæjarbúa voru tveir vélsleðar sem fallið

Fréttir

Vélsleðar fastir í Langeyrartjörn

Gestur Hansa búinn að hnýta
Gestur Hansa búinn að hnýta

Á mörgu var að taka á Sumardaginn fyrsta en það sem vakti einna mesta athygli bæjarbúa voru tveir vélsleðar sem fallið höfðu gegnum ísinn í Langeyrartjörn.

 

Um fjögurleitið í dag komu galvaskir sleðagarpar frá Mosfellsbæ til byggða eftir glæstan dag á fjöllum Tröllaskaga, í Siglufjörð komu þeir til að tanka áður en halda átti í grillveislu í Ólafsfirði.

Á leið sinni til baka lentu kapparnir hinsvegar í hremmingum þar sem ísinn á Langeyrartjörn gaf sig undan síðasta sleðanum og síðan öðrum sleða sem reyndi að koma honum til bjargar. Sátu þá tveir sleðar fastir í tjörninni.

Upphófust nú mikil björgunarstörf en augljóst var þó þegar Gestur Hansa mætti í kafarabúningnum að vanur maður var á ferð, þurfti hann þó engan kút enda tjörnin einungis rétt ríflega skósíð á dýpt. Eftir um hálfan annan tímann hafði sleðunum báðum verið bjargað á land og komið í dótakassann hjá Gunna Júll þar sem félagarnir rifu í sundur sleðana, trekktu af þeim vatninu, skoluðu af vélinni og kipptu þeim í gang. Mjög vanir menn voru þarna greinilega á ferð og ekkert í þessum aðgerðum sem vafðist fyrir þeim.

Sleðagarparnir héldu síðan til Ólafsfjarðar og skemmst er frá því að segja að þeir náðu í grillveisluna.

Greinilegt var að bæjarbúar voru mjög áhugasamir um björgunaraðgerðirnar og flykktust þeir á staðinn til að fylgjast með. Til tals kom að ef fleiri mundu mæta þyrfti að öllum líkindum að lengja Langeyrarveginn.


Fleiri myndir má sjá hér


Athugasemdir

16.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst