Veturinn að skell á og íþróttirnar færast inn í hús

Veturinn að skell á og íþróttirnar færast inn í hús Vetur konungur er nú á næsta leiti og hafa Siglfirðingar vel fundið fyrir haustinu síðastliðnar vikur.

Fréttir

Veturinn að skell á og íþróttirnar færast inn í hús

Vetur konungur er nú á næsta leiti og hafa Siglfirðingar vel fundið fyrir haustinu síðastliðnar vikur. Þeir láta sér þó fátt um finnast og færa afþreyinguna innandyra.




Blakíþróttin hefur verið mjög vinsæl á Siglufirði og er ekkert lát á þetta árið. Konurnar eru ögn duglegri en karlarnir og hófu æfingar aftur fyrir nokkrum vikum síðan í íþróttahúsi Siglufjarðar, karlarnir mættu síðan til leiks síðastliðinn mánudag. Eftir eins árs aðskilnað æfa kynin nú aftur saman og fylla blakarar nú ríflega alla þrjá velli hússins.

Sigló.is leit við síðastliðinn mánudag og voru þá yfir 40 manns skælbrosandi í húsinu að eltast við fljúgandi boltana.

Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst