Vilja stytta hringveginn um 14 kílómetra.
N4.is | Almennt | 17.02.2011 | 09:15 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 552 | Athugasemdir ( )
Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um styttingu þjóðvegarins milli höfuðborgarsvæðisins og Norðurlands með lagningu nýs vegar á svonefndri Svínavatnsleið.
Með því væri hægt að stytta hringveginn um 14 kólómetra og telja flutningsmenn tillögunnar að veglagningin yrði ein arðsamasta samgönguframkvæmd sem mögulegt er að ráðast í.
Miðað er við lántöku en talið er að vegalagningin kosti um 2 milljarða, veggjald sem yrði aldrei lægra en 600 krónur á hverja bifreið og framkvæmindin geti borgað sig upp á 20. árum.
Í þingsárlyktartillögunni segir " Lækkun flutningskostnaðar er lífsspursmál fyrir fjöldmörg framleiðslufyrirtæki á landsbyggðinni auk þess sem slíkt er líklegt til að hafa veruleg áhrif lífskjör almennings"
Sveitarstjórnarmenn í Austur - Húnavatnssýslu hafa hins vegar ávallt lagst gegn lagningu vegar á Svínavatnsleið. Nú nýverið höfnuðu sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps því að gera ráð fyrir vegi á þessum stað í aðalskipulagi sveitarfélaganna sem gilda á allt til ársins 2030.
Um þetta segir í þingsályktartillögunni: "Eðlilega óttast ýmsir íbúar á Blönduósi að missa spón úr aski sínum dragi að ráði úr umferð þar. Á móti kemur að á þriggja kílómetra kafla nýju norðurleiðarinnar, sem þessi þingsályktartillaga fjallar um, milli Fagraness og marka Móbergs og Strjúgsstaða, sem verður áfram í landi Blönduósbæjar í Langadal, mætti koma upp þjónustu fyrir vegfarendur sem bætti slíkan missi upp. "
Þá segir ennfremur " Landsbyggðarfólk segir réttilega að það sé ekki einkamál Reykvíkinga hvar flugvölluri fyrir innanlandsflug sé. Sömu rök gilda um Svínavatnsleið að breyttu breytenda, það er ekki einkamál íbúa landsbyggðarinnar hvort hringvegurinn skuli hafður 14 kólómetra lengri en hann þarf að vera. "
Flutningsmenn tillögunnar eru : Sigmundur Ernir Rúnarsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Róbert Marshall, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Jón Gunnarsson, Árni Johnsen og Þór Saari.
Athugasemdir