Vinnustofa Abbýar

Vinnustofa Abbýar Laugardaginn 23. júní opna þær Brynja Árnadóttir og Arnfinna Björnsdóttir sýningu á verkum sínum á vinnustofu Abbýar að aðalgötu 13.

Fréttir

Vinnustofa Abbýar

Brynja Árnadóttir og Arnfinna Björnsdóttir
Brynja Árnadóttir og Arnfinna Björnsdóttir
Laugardaginn 23. júní opna þær Brynja Árnadóttir og Arnfinna Björnsdóttir sýningu á verkum sínum á vinnustofu Abbýar að aðalgötu 13. Tilefni er koma árgangs 1942 til Siglufjarðar.

Verk Brynju eru pennateikningar og Arnfinnu klippimyndir. Opið verður alla virka daga frá kl. 15-18. Brynja Árnadóttir myndlistakona er fædd 8. janúar 1942 á Siglufirði og lærði teikningu þar hjá Birgi Schiöth.

Einnig nam hún hjá Ragnari Kjartanssyni myndlistamanni í Myndlistaskólanum við Freyjugötu og hjá Jóni Gunnarssyni listmálara í Baðsofunni í Keflavík.



Hluti af verkum Brynju



Verk Arnfinnu



Verk Arnfinnu

Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst