Vinstri græn bjóða til opinna stjórnmálafunda á Siglufirði og Ólafsfirði

Vinstri græn bjóða til opinna stjórnmálafunda á Siglufirði og Ólafsfirði Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Edward Huijbens, sem

Fréttir

Vinstri græn bjóða til opinna stjórnmálafunda á Siglufirði og Ólafsfirði

Vinstri græn bjóða til opinna stjórnmálafunda á Siglufirði og Ólafsfirði fimmtudaginn 7. febrúar.

Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Edward Huijbens, sem skipa þrjú efstu sæti framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum, verða með súpufund í Allanum á Siglufirði fimmtudaginn 7. febrúar. Fundurinn hefst kl. 12:00.

Að kvöldi sama dags verða frambjóðendurnir með opinn stjórnmálafund í Höllinni í Ólafsfirði. Sá fundur hefst kl. 20:00.

Á fundunum tveimur munu Steingrímur, Bjarkey og Edward ræða stöðuna í stjórnmálunum, fara yfir helstu áherslur Vinstri grænna í komandi alþingiskosningum og svara fyrirspurnum.

Allir velkomnir!


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst