Vísna-kornið

Vísna-kornið Magnús Pálsson sem er brottfluttur Siglfirðingur sendi okkur þessi ljóð. Magnús er mikið á Siglufirði og dvelur þá í húsi sínu í Mjóstræti 2

Fréttir

Vísna-kornið

Magnús Pálsson sem er brottfluttur Siglfirðingur sendi okkur þessi ljóð. Magnús er mikið á Sigló og dvelur þá í húsi sínu í Mjóstræti 2 sem er hans æskuheimili. Magnús er sonur Ingibjargar Sveinsdóttur og Páls Ásgrímssonar.
Hér kemur ljóð um Siglufjörð, sem ég gerði 1994, um áramót. Lag er ..Undir bláhimni.  
 
Þegar sólin að sævarströnd hnígur
sindar himinn sem gullroðinn sær.
Æskumynning úr öldunum stígur
um þig fjörður sem ert mér svo kær.
 
Fjöllin tignarleg friðsæl svo fögur
fagrar mynningar vekja í sál.
Síðkvöld kyrrlát þau sögðu okkur sögur
sem við áttum í Hvanneyrarskál.
 
Lækjarniður og blómskrýddar breiður
breiddu út faðm sinn í fjallanna sal.
Yfir vakti blár himininn heiður
sem úr hljómaði fuglanna hjal.
 
Æskutímann við öll munun geyma
unaðsstundir frá árunum þeim.
Eitt er víst að við öll munun dreyma
um að komast til þín aftur heim
“Já um að komast til þín aftur heim”
 
Bátsmannstríóið gaf þetta út á disk.  Hvað er lífið. ásamt öðru sem ég gerði.
 
Magnús Pálsson, Mjóstræti 2. Siglufirði.  S. 894-2627
 
Hér kemur annað ljóð um Siglufjörð. Komið heim sumarið 1997.    Þegar ég kom Heim og var í hálfan mánuð og sólin baðaði fjörðinn okkar.
 
Fjörðurinn minn fagri tekur
með faðm útbreiddann móti mér.
Gamlar myndir upp glæstar vekur
þær gleði stundir sem áttum hér.
 
Sólin baðar sund og hæðir
sendir geisla í hjarta og sál.
Grænni kápu grundir klæðir
þar grösin blómstra í hverri skál.
 
Ég kveð að sinni minn kunni fjörður
svo kær ert þú með þinn lækjarnið.
Faðm þinn hlýjan fjöllum gjörður
þú fyllir hugan af ást og frið.
 
 Siglo.is þakkar Magnúsi kærlega fyrir að senda okkur þessar vísur og vonandi sendir hann okkur vísur aftur við tækifæri.

Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst