Vísna-kornið
Sigtryggur Sigurjónsson (Tryggvi Sigurjóns) kom þessari
vísu og annari til mín með útskýringum.
Svona vísur eru virkilega skemmtilegar og það mætti berast okkur miklu meira af þessu.
En hér fyrir neðan kemur útskýring og svo vísa.
Vísan þessi er ort af Kristbjörgu Marteinsdóttur þegar taka átti pásur
af í Sigló-Síld. Sveinninn ljúfi er Tryggvi Finnsson gerlafræðingur.
Þess má einnig geta að þegar vísan komst á kreik þögnuðu allar
umræður um að taka pásurnar af.
Enga pásu, ekkert stopp,
engan tíma missa.
Ljúfur sveinn með lítinn kopp,
lætur okkur pissa.
Svo kemur önnur vísa á morgun líka úr Sigló-Síld
Athugasemdir