Vísna-kornið
sksiglo.is | Almennt | 27.10.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 402 | Athugasemdir ( )
Hér er hin vísan úr sem við fengum frá Tryggva sem var samin í Sigló-Síld.
Margrét Skagfjörð orti þessa vísu. Björgvin sem talað er um í vísunni er Björgvin Jónsson fv. verkstjóri í
Sigló-Síld og glerið er verkstjórakompa þar sem hægt var að horfa á starfsfólkið vinna í gegn um rúður.
Há er risin höllin hér,
hrein og björt að vonum.
Björgvin þar í gegnum gler,
gáir að sínum konum.
Athugasemdir