Vonskuveður á Holtavörðuheiði

Vonskuveður á Holtavörðuheiði Lögreglan í Borgarnesi og á Vestfjörðum vekur athygli ökumanna á vondu veðri á Holtavörðuheiði.  Heiðin er ekki ófær

Fréttir

Vonskuveður á Holtavörðuheiði

mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar

Lögreglan í Borgarnesi og á Vestfjörðum vekur athygli ökumanna á vondu veðri á Holtavörðuheiði.  Heiðin er ekki ófær en þar er hált, hvasst og blint.

Samkvæmt upplýsingum frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra er vindhraði nú um 20 metrar á sekúndu og hefur heldur verið að bæta í vind. 

Vindhviður hafa verið að fara upp í 25 metra.  Miðað við veðurspá má búast við þessu ástandi eitthvað fram á dag.
 
Ökumenn hafa verið að lenda í vandræðum en þó hefur ekki þurft að kalla til aðstoðar björgunarsveita.


Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst