Ýmislegt um að vera hjá SR-Vélaverkstæði

Ýmislegt um að vera hjá SR-Vélaverkstæði Um þessar mundir er verið að innrétta skrifstofuhúsnæði hjá SR-Vélaverkstæði og SR-Byggingavörum.

Fréttir

Ýmislegt um að vera hjá SR-Vélaverkstæði

Elmar Árnason húsasmiður
Elmar Árnason húsasmiður

Um þessar mundir er verið að innrétta skrifstofuhúsnæði hjá SR-Vélaverkstæði og SR-Byggingavörum.

Húsnæði þetta er á efri hæðinni að Vetrarbraut 14 hér á Siglufirði.  Þar var áður varahlutalager Síldarverksmiðja Ríkisins sem nú hefur verið lagður niður.

Um er að ræða 190 fermetra húsnæði, þar koma fjórar skrifstofur, hreinlætisaðstaða og vel búið fundarherbergi með fjarfundarbúnaði og öðru því sem nútíma fundarherbergi þarf að hafa.  Settir verða gluggar í suðurhliðina.  Skrifstofurnar hafa hingað til verið í leiguhúsnæði í næsta húsi sem er orðið lélegt, þannig að nú er tímabært að nýta húsnæði þetta sem er í eigu SR-Vélaverkstæðis.  Fleiri breytingar eru fyrirhugaðar hjá fyrirtækinu, kaffistofa starfsmanna sem nú er á jarðhæð flyst upp á efri hæð, og trésmíðaverkstæði sem núna er þar uppi verður á jarðhæðinni.

Elmar Árnason að smíða


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst