Þorrablót hjá yngri deild Grunnskólans á Siglufirði

Þorrablót hjá yngri deild Grunnskólans á Siglufirði Þorrablót var haldið í morgun hjá yngri deild Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Sá siður hefur

Fréttir

Þorrablót hjá yngri deild Grunnskólans á Siglufirði

Þorrablót var haldið í morgun hjá yngri deild Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Sá siður hefur verið hafður í heiðri síðan 2009 að koma saman í leikfimisalnum og borða og syngja saman.

Börnin koma með  þorramat að eigin vali að heiman og mátti meðal annars sjá sviðasultu, hrútspunga, harðfisk og sviðakjamma í nestiboxunum að ógleymdum hákarlinum.

Ekki var annað að sjá en að börnin hefðu góða list á matnum. Í ár var boðið upp á óvænt skemmtiatriði en það var sönghópurinn Gómar og Sturlaugur sem komu í heimsókn og skemmtu börnunum.

























Ásdís Kjartansdóttir sagði frá íslenska búningnum sem hún skartaði í tilefni dagsins.



Sönghópurinn Gómar að skemmta á þorrablótinu.







Sönghópurinn Gómar og Sturlaugur Kristjánsson





Texti og myndir: GJS






Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst