Zorba Norðursins
Það þarf sjálfsagt ekki að kynna Zorba Norðursins fyrir nokkrum manni sem hefur komið á Sigló.
Jannis Arelakis er Siglfirðingur ættaður frá Grikklandi.
Jannis er búin að búa á Sigló í cirka 30 ár eða meira og eitt hans aðal áhugamál er mússik og dans.
Jannis kenndi Vilmundi Ægi og mér magadans einn góðviðrisdag hérna um daginn.
Eftir að hafa þurft að horfa á þetta myndband og klippa það til þá hef ég komist að þeirri ótrúlega leiðinlegu niðurstöðu að ég á til dæmis alls ekki að dansa magadans. Vilmundur er ögn skárri þó hann sé alls ekki góður en Jannis er með mjaðmahreyfingarnar á hreinu.
Ef þið sjáið einhvern hristing í myndatökunni þá er það vegna þess að Gulli Stebbi hélt ekki andliti og byrjaði að hlæja þegar við byrjuðum að dansa.
Athugasemdir