Sunnu-sólardagur á Sigló! Myndir frá fallegum degi

Sunnu-sólardagur á Sigló! Myndir frá fallegum degi Í morgun um 11 leytiđ hafđi hitinn í firđinum sem safnađist saman í morgunsáriđ fengiđ nćgilega orku

Fréttir

Sunnu-sólardagur á Sigló! Myndir frá fallegum degi

Á leik viđ bátabrygguna. Mynd:óskar Máni
Á leik viđ bátabrygguna. Mynd:óskar Máni

Í morgun um 11 leytið hafði hitinn í firðinum sem safnaðist saman í morgunsárið fengið nægilega orku til að ryðja þokunni af sér og síðan var sól og blíða allan daginn.

Fjörðurinn skartaði sínu fegursta og mikið líf var við bátabryggjuna. Túristar og bæjarbúar blönduðust saman og skapaðist einhverskonar heimsborgara stemming þarna við Rauðku.

Þegar húmar að kvöldi og norðan golan nær inn í fjörðinn þá læðist þokan inn og fellur yfir fjöllin eins og rennandi mjólk.


Látum myndirnar tala:

Drottning allra fjalla, Hólshyrnan lyftir af sér þokunni í morgun.

Heimsborgarbragur við höfnina.....og gatan lokuð fyrir bílaumferð.

Engin sjón mengun af svona fallegum reiðhjólum, passa fínt í þessa mynd.

Þessi yngismey hafði nóg að gera í að þjónusta alla gestina, sá hana á hlaupum bókstaflega út um allt.

Þessir fjörugu félagar voru að leika sér með þennan fína traktor með kerru og alles. Þeir voru að búa til nýja uppfyllingu þarna við bátabryggjuna. Fluttu grjót í stríðum straumi allan daginn.

Þessir voru að leika sér með myndavélar. "Mín er miklu betri en þín" heyrði ég einn af þeim segja....

Já há! Nú skil ég. Þær eru tvær alveg eins. Flottar þessar Elefsen systur.

Kvöld! Þokan rennur eins og mjólk yfir fjöllin......

Myndir og texti:
NB 
 


Athugasemdir

16.apríl 2021

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst