De seglade frĺn Tjörn.......Til SIGLÓ. (50 myndir)

De seglade frĺn Tjörn.......Til SIGLÓ. (50 myndir) Ţađ er makalaus upplifun ađ ţađ virđist vera ađ sama hvar ég sting inn nefinu í öllum ţessum litlu

Fréttir

De seglade frĺn Tjörn.......Til SIGLÓ. (50 myndir)

Séđ yfir höfnina í Skärhamn
Séđ yfir höfnina í Skärhamn

Eins og ţiđ öll vitiđ hef ég haft gaman af skođa síldveiđisögu vesturstrandar Svíţjóđar og tengsl ţeirra viđ Siglfirska síldarsögu. Ţađ er makalaus upplifun ađ ţađ virđist vera ađ sama hvar ég sting inn nefinu í öllum ţessum litlu gömlu sjávarţorpum og bćjum ađ ţar finnur mađur alltaf ljósmyndir og sögur frá Sigló í skrifuđu og töluđu máli hjá fólki sem er ekki ólíkt okkur sjálfum og ţessi saga skiptir ţetta fólk verulegu máli og hún má ekki tínast.

Ţetta er áhugafólk og oft eldra fólk sem leggur á sig mikla vinnu viđ ađ varđveita ţessa sögu.

Ţegar ég er ţarna ţá finnst mér ég oft vera “heima á Sigló”,  fólkiđ hugsar og lifir svo líkt ţví sem ég er vanur, á sér svo svipađa sögu í baráttunni fyrir lifibrauđi sem tengist hafinu sem međ sinni góđmennsku gefur oft vel en međ sinni miskunnarlausu hörku samtímis tekur mikiđ í stađinn.

Séđ yfir smábátahöfnina í Skerhöfn, stór hvít gömul fraktskúta til hćgri, lengst til vinstri sjáum viđ skútuna Atena og magasínhúsiđ, ţar fyrir ofan stendur glćsileg kirkja.
Kirkjurnar eru oft hćđsti punkturinn í ţessum sjávarţorpum, ţćr eru eins og vitar fyrir sjómenn á heimsiglingu.

Fór í skemmtilegan dagstúr til Skärhamn (Skerjahöfn segja ţeir sjálfir) sem liggur á eyjunni Tjörn ca. 100 km norđan viđ Gautaborg. Ţessi bćr er einn af yngstu síldarbćjunum á vesturströnd Svíţjóđar en byggđ blómstrađi ţarna á tímabili sem kallađ er ţriđja síldveiđitímabiliđ. (ca 1877-1906)

Ţá kom síldin enn einu sinni í miklu magni ađ vesturströndinni og inní skerjagarđinn. Ţađ var nćstum hćgt ađ standa í landi á litlum hólma og háfa hana upp beint í tunnurnar.

Síldveiđar  utan viđ Fjällbacka 1877. Teikning eftir Jacob Hägg úr tímaritinu Ny Illustrerad Tidning.

Síldveiđi tímabil í skerjagarđinum í Bohuslän:

 • 1556–1589
 • 1660–1680 (Stutt)
 • 1747–1809 ("stóra síldveiđi tímabiliđ")
 • 1877–1906

Ţađ var fallegur bjartur haustdagur svo ég tók mér góđan tíma í ađ taka fullt af myndum í og í nágrenni Skerhamn. Ţađ er ákaflega fallegt ţarna í skerjagarđinum og mörg lítil sjávarţorp međ húsum sem standa ţétt á nöktum klettum. Hér sér mađur langt í allar áttir og út á haf, allstađar annarstađar í Svíţjóđ sér mađur ekki skógin fyrir trjám sem eru út um allt.

En hér er ekki mikiđ af trjám, ţau eru öll orđinn af síldartunnum fyrir löngu löngu síđan.

Ţessi grein er bćđi ferđasaga og og samantekt á stađreyndum um síldveiđisögu Svía viđ Íslandsstrendur og allir komu ţeir viđ á Sigló.

Sćnskar skútur liggja hliđ viđ hliđ, bundnar viđ hina svokölluđu "Sćnsku staura" í höfninni á Siglufirđi.

Ljósmynd: Kristfinnur Guđjónsson. Ađ sjálfsögđu eru líka til ljósmyndir af sćnskum skútum í okkar frábćra ljósmyndasafni á Siglo.is.

 Siglingaleiđ Svíana eftir viđkomu í Noregi. Síldveiđimiđin eru ađallega vestan og norđan viđ "KAP Langanes" og síđsumars fyrir austan landiđ.

Byrjađi daginn á ţví ađ kíkja á litla eyju sem heitir Klädersholmen sem ég hef skrifađ um áđur. 

Sjá grein hér: SIGLUFJORDUR er nafli alheimsins og SILLENS CLONDYKE

 Kirkjugarđurinn fyrir Klädersholmen er í landi, ţađ er ekki pláss fyrir látna á ţessari litlu eyju. Á öđru skiltinu stendur SALT & SÍLD sem er skemmtilegur veitingastađur og svo var annar ţarna sem heitir DILL ef ég man rétt. 

 Horft yfir Klädersholmen, viđ brúarendan er síldarverksmiđjan Petterson & Karlsson sem er enn í gangi en hér áđur fyrr var hún ein af ca 15 litlum síldarverksmiđjum eyjarinnar, hver af ţeim međ eigin leynilegar uppskriftir af dásamlegum síldarréttum. Ţegar ég kom í heimsók til Petterson & Karlsson voriđ 1991 ţá héngu ţrjár risastórar ljósmyndir frá Siglufirđi í matsalnum á annari hćđ.
Sjá upplýsingar hér um nokkur af ţessum fyrirtćkjum sem hafa slegiđ sér saman í Klädesholmens Síld ehf

Síđan skrapp ég á sýningu í Norrćna vatnslitasafninu en ţar er íslenska Bera Nordalh viđ völd og er landi og ţjóđ til sóma međ frábćrri stjórnun. Ţar hitti ég ađra íslenska konu sem heitir Sigurbjörg Ţ Óskarsdóttir og hún er frá Seyđisfirđi og ţađ passađi fínt inn í ţennan dagstúr ţví hún kom međ í sjóminjasafniđ og gat hjálpa mér ađ sjá hvađa myndir voru frá Seyđisfirđi, ţví ţađ getur stundum veriđ frekar erfitt ađ ađgreina ţađ, ţetta eru svo líkir firđir.

Fjallganga í landlegu á Siglufirđi,

 Sigurbjörg Ţ Óskarsdóttir stendur á bryggjunni viđ "Nordiska akvarell" safniđ í haustsólinni. í bakgrunninum sér mađur hluta af Skerjahöfn og til vinstri sérst í tvo af átta listamannabústöđum safnsins.  

Síđan var fariđ um borđ í skútuna Atena, í sjóminjasafniđ og endar dagstúrinn í magasínhúsinu stóra viđ höfnina en ţar var fjöldin allur af fólki á öllum aldri ađ dýfa skipakökum í kaffi og borđa ţćr heitar og blautar međ smjöri og sykri.

 Bengt-Erik Strandberg stjórnarfulltrúi "De Seglade för Tjörn" og greinarhöfundur um borđ í Atene.

 Fólk á öllum aldri samnađist saman í magasínhúsinu til ađ bleyta grjótharđar skipskökur í kaffi.

Ég hafđi veriđ í sambandi viđ Beng-Erik Strandbeg sem er í stjórn “De seglade för Tjörn” sem er ekki ólíkt FÁUM (Félag áhugamanna um minjasafn) félaginu sem var stofnađ á Siglufirđi kringum stofnun Síldarminjasafnsins.

Fékk ţar góđar móttöku, félagiđ lét mig fá yfir 100 gamlar ljósmyndir sem sýna veiđar og vinnslu í ţessum erfiđu og löngu túrum til Íslands og einnig hljóđritađar sögur frá viđtölum viđ eldri sjómenn og ađra sem kunna mikiđ um ţessa síldveiđisögu.

 Magasínhúsiđ og viđ bryggjuna liggur hin glćsilega Atene og annar fallegur gamall trébátur. Ađalgatan liggur međfram hafnarsvćđinu.

Ég lagađi allar ţessar myndir sem voru í frekar lélegum gćđum, bćtti skerpu, lýsingu o.fl. og sendi ţessu yndislega fólki í Skerjahöfn allan pakkann og fékk stórt ţakklćti fyrir og leyfi til ađ birta ţessar myndir hér og einnig ađ senda Síldarminjasafninu allt saman.

Félagiđ í Skerjahöfn rekur í dag sýningar og skólaskútuna Atena og stórt gamalt magasínhús ásamt Sjóminjasafni sem er til húsa í gömlu “útgerđar fjölskyldu” húsi rétt fyrir ofan höfnina. 

 Bengt-Erik viđ Sjóminjafafniđ í Skerjahöfn.

Í tímaritinu Länspumpen nr. 1. 2017 "Tímarit fyrir áhugafólk um skip og báta" (ţetta eintak verđur bráđlega til í Síldarminjasafninu) er stór grein um ţessa skútu sem er sögđ vera ein sú fallegasta í sinni stćrđagráđu á Norđurlöndum.
Mundi allt í einu eftir ţví ţegar ég kleif um borđ ađ ég hafđi reyndar sjálfur siglt međ ţessari skútu í nokkra sólarhringa í skólaferđalagi voriđ 1991.

Fékk ađ upplifa ţrćlavinnu viđ ađ setja upp segl međ handafli og klifra upp í möstur í veltingi og vindi.

 Fyrir utan innganginn á safninu stendur ţessi AGA viti. Ţetta er heimsfrćg sćnsk uppfinning, gasdrifinn sjálfvirkur viti, uppfinning sem hefur bjargađ mörgum sjómönnum út um allan heim.

 Skútan EROS LL 972 og minjagripur frá íslandi. LL ţýđir ađ skútan er skráđ í (L)yseki(L).

 Gamlar sćnskar bátavélar.

 Líkan af gamalli fallegri fraktskútu.

 Lítil skerjagarđa fraktskúta. Á miđannum stendur:  Útskýring 324 “Liten jakt”
Litlar skútur af ţessari gerđ voru lengi vel notađar sem “fljótandi smávöruverslanir” sem fóru siglandi međ ströndum Svíţjóđar og seldu síld, salt, fisk og síld í dósum. Sölutúrarnir tóku oftast fleiri fleiri vikur.

 Sundmagi úr Löngu notađur í kaffi. "Útskýring 508 á Sjóminjasafninu:" 
KLARSKINN (Tćra-skinn) 

Ţegar veriđ var ađ vinna Löngu í “LUTFISK” (langa var ţá ţurrkuđ eins og skreiđ og áđur en hún er sođin ţá er hún bleyt upp í lút, ţađ er mjög svo einkennilegt lykt og skrítiđ bragđ af ţessu.) en ţá var sundmaginn skorin úr og hann ţveginn og ţurrkađur. Síđan var ţetta klippt niđur í ca 2 cm stóra bita og selt í litum pokum í smávöruverslunum út um alla Svíţjóđ.
Tćra-skinn var notađ á hallćrisárum í “sođkaffi” til ţess ađ gera kaffi vökvann tćrari á litinn. Ţessu var hćtt í lok 1940 ţega aftur var hćgt ađ kaupa almennilegt innflutt kaffi.

Ég hef fundiđ mikiđ af allskyns heimildum en ţađ hefur veriđ erfitt ađ ná saman einhverskonar heildarmynd af ţessum síldveiđum Svíanna og hvernig ţćr fórum fram og breyttust í gegnum árinn međ nýrri tćki og veiđiađferđum.

 Reknetaveiđi (Drivgarn) útskýrđ.

Reknet – snurpunót – (og í lokin hringnót.)

 (Seinna í lok síldarćvintýrsins međ aukinni tćkni eins og blokkspili getur einn bátur lagt hringnót og móđurskipin verđa stćrri í stíl viđ verksmiđjuskip sem Rússar og Pólverjar notuđu á ţessum árum. Örlygur Kristfinnsson og Hafţór Rósmundsson og fl. vita örugglega meira um ţessa tćkniţróun.)

Sjá mynd í grein af stóra móđurskipinu “Mexicano” á sigo.is: PĹ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóđum sćnskra síldveiđimanna! 

Ljósmynd: Steingrímur Kristinnsson. Sćnskur "tilraunaveiđifloti á innsiglingu á Siglufirđi 1963.

Ljósmynd: 
Steingrímur Kristinnsson. Sćnskur "tilraunaveiđifloti" 1963. GG ţýđir ađ hringnótaveiđibátarnir eru skráđir í (G)autabor(G).

Gömul auglýsing um sýningu um reknetaveiđar viđ Ísland 1948 međ bátnum M/S Gerd. Ađ sjálfsögđu er mynd frá síldarsöltun á Sigló notuđ í auglýsinguna.

Ég er náttúrulega eingin frćđimađur á ţessu sviđi en ég tel ađ innkaupasaga Svíana og ţeirra hlutur í söltun í landi sé nokkuđ vel skráđ og ţekkt á Íslandi.
Svíar voru lengi vel stćrstu síldarkaupendurnir, keyptu oft um og yfir 50% af öllu sem var saltađ á Siglufirđi.
Ţeir höfđu einnig stór áhrif á vinnsluţróun og voru međ menn á Sigló í gćđaeftirliti öll söltunarsumur.

 Sćnskar síldarskútur á Siglufirđi međ fullt af tómum tunnum um borđ.

Sjálf veiđisagan er svolítiđ hulin og ókunnug fyrir okkur og ţađ er náttúrulega ekkert skrítiđ, hún gerđist út á sjó en samt beint fyrir framan nefiđ á okkur og hún er líka tengd sjálfstćđisbaráttu Íslands og vilja landsmanna ađ ráđa yfir sínum auđćfum sjálf.

Sćnskir síldarsjómenn í góđu veđri viđ norđurland. Fađir Bengt-Eriks er annar frá vinstri.

Lög frá 1922 um bann viđ vinnslu erlenda ađila í landi, en ţar kemur skýrt fram ađ öll erlend veiđi og vinnsla um borđ verđur ađ fara fram utan viđ 3 mílna landhelgi Íslands.  

Landhelgisţróunin var svona:

1901 - 3 mílur 
1952 - 4 m
1958 - 12 m
1972 - 50 m
1975 - 200 m

En núna nýlega hef ég náđ ţessu saman og heildarmyndin er ađ koma fram og hérna um daginn fékk ég dásamlega stutta sögu frá Bengt-Erik í Skerjahöfn og afrit af ráđningarsamning frá 1935 sem stađfestir ýmislegt sem ég hef fengiđ í gegnum hinar og ţessar munnmćlasögur hjá eldra fólki sem ég hef hitt og gegnum ađ skođa gamlar ljósmyndir og ađrar heimildir.

Skipsverji og skipshundur viđ bryggjuna í Skerjahöfn á góđri stund rétt fyrir brottför til Íslands.

Bráđlega kemur ţýđing mín á ţessari sögu og hún er dásamlega falleg vegna ţess ađ ţarna er eldri sjómađur ađ segja syni sýnum sögu af mikilli ćvintýraferđ sem hann fór í sumariđ 1935 ţar sem risastóru ţriggja mastra vöruflutninga skútunni Svaninum er breytt snögglega og tímabundiđ og hún síđan notuđ sem fljótandi söltunarplan og móđurskip fyrir ţrjá ađra minni báta sem veiđa síld í snurpunót. (Snurpvad)

Hér er veriđ ađ smíđa "söltunarplan" í einni fraktskútunni.

Ţađ kemur einnig skýrt fram í ráđningarsamningum sem fylgir međ sögunni ađ ţeir voru skráđir af Svaninum sem áhöfn (7 menn) á fraktskútu og síđan ráđnir aftur undir merki Öckerö Sillfiskarförening og ţá sem hluti af 27 manna áhöfn, plús áhöfn á ţremur minni fiskibátum sem sáu um snurpunótaveiđina og lönduđu ţeir öllu um borđ í Svaninn eđa ađra stćrri báta sem voru á samningi hjá Öckerö Sillfiskarförening.

Bohusläns Islandsfiskares ekonomiska förening er álíka félagsskapur ţar sem kaupendur síldarinnar og útgerđarmenn slá sér saman til ađ minnka áhćttu og kostnađ gegnum samvinnu og markađastjórnun.

Samtímis sem ađ ţessi saga er manneskjuleg ţá er hún líka full af frćđandi atriđum og stađreyndum um hvernig ţetta gekk fyrir sig og stađfestir ađ Svíar notuđu TVĆR mjög svo ólíkar ađferđir viđ sínar síldveiđar viđ Íslandsstrendur.  

Snurpunótaveiđar á litum bát sem er einn af fleirum fylgifiskum fyrir stóra fraktskútu.

 Stórir leđur reknetabelgir, stór ţriggjamastra skúta í bakgrunninum. 

Reknet í stćrra magni en snurpunót.

Reknetaveiđar eru mun hćgvirkari ađferđ og krefst minni mannafla, snurpunót er hrađvirkari ađferđ en er miklu meira fyrirtćki og ţar af leiđandi er ţar tekin miklu meiri áhćtta og hún notuđ í minna mćli.

 Reknetabelgir á reki í miđnćtursól.

Útskýringin á ţessu snýst um bátana og hverskonar bátar ţetta eru og samtímis um tíđarandann og samfélagsađstćđur og ţróun samfélagsins í Svíţjóđ.

Veiđiađferđ 1:

Reknetaveiđar (Drivgarn) og söltun um borđ í tveggja til ţriggja mastra fraktskútum međ hjálparmótor.

 • Ţessar minni skútur eru “vöruflutningabílar” síns tíma. Vesturströnd og austurströnd Svíţjóđar er full af ţröngum fjörđum og skerjagörđum međ minni bćjarfélögum og sjávarţorpum oft eru ţarna grunnar og erfiđar hafnir líka.
  Ţessar skútur eru í harđri samkeppni viđ aukningu á stálskipum í skipulögđum strandsiglingum.
  Međ tímanum allt eftir sem ađ vegir, járnbrautir o.fl  og brýr bćta samgöngur minkar ţörfin fyrir ţessar skútur sem oftast sigla fyrir seglum en eru međ minni hjálparmótóra og kannski en ekki alltaf litla ljósavél líka.
  Ţađ er greinilega ágćtis gróđi af ţessari ţrćlavinnu í ţröngum bát í ţrjá mánuđi.
  Sjá mynd af uppgjöri úr svona túr á skútinni EROS 1954.

Tómar tunnur út um allt....... 

Ţađ var frekar lítiđ vinnsurými um borđ.

 • Ţađ verđur snemma árlegur viđburđur ađ breyta dekkinu á skútunum, taka međ sér allt sem ţarf til síldarsöltunar og fylla bátinn af tómum tunnum, bćđi gömlum (endurnýttum) og nýjum. Ţetta til ađ drýgja ţekjur fraktútgerđarinnar.

 • Samningur er gerđur viđ kaupendur síldarinnar áđur en lagt er í túrinn. Eigendur skútunnar slá sér saman viđ ađra í félagskap eins og t.d. Öckerö Sillfiskarörenig eđa Bohuslän Islandsfiskares Ekonomiska förening


Reknetiđ dregiđ um borđ.

 • Áhöfnin er ca 7-9 manns og ţeir veiđa bara í REKNET vegna ţess ađ ţađ ráđa ţeir viđ ađ draga um borđ sjálfir. 

 • Undirbúningur var hafinn í lok júní og siglt á miđinn fyrir norđurland í byrjun júlí, stefnt er á ađ finna fyrstu feitu “Islandsillen” á Húnaflóa ţegar hún er búinn ađ éta sig feita og fína á leiđinn suđur og vestur af Íslandi.

Ţađ tók ca 7 – 10 sólahringa ađ sigla frá vesturströnd Svíţjóđar, oft smá stopp í Noregi, kannski í Fćreyjum og svo norđur fyrir land, byrjađ ađ veiđa (ef síldin lćtur sjá í seinni hluta júlí), síldinni er síđan fylgt ţar sem hún er viđ norđurland og hún síđan elt austur fyrir land og síđan endar túrinn í september, siglt heim á leiđ međ fullfermi. Heimkoma í lok september. Samanlagt um ţriggja mánađar túr.

Landlega á Siglufirđi. Skúturnar á myndinni eru allar skráđar í Lysekil. Allar LL.

 • Ţessir bátar komu oft í land í brćlu, eđa ţegar eitthvađ bilađi og jafnvel til ađ hvíla áhöfnina og leyfa ţeim ađ fara í bađ og á dansleiki, fara í bíó, fá póst og senda bréf heim til fjölskyldu og vina. Byrjuđu oft međ ađ kannski fara inná Ingólfsfjörđ, síđan mest til Siglufjarđar og seinna í túrnum inná Húsavík, Rauđsvarhöfn og í lokin inn á Seyđisfjörđ. 

 Stór byrđarskip komu og hittu flotann út á hafi međ vistir, varahluti og annađ og tóku fullar tunnur á markađ.
(Hversu oft veit ég ekki en líklega 1 – 2 sinnum, í lokin var allt rími notađ fyrir fullar tunnur og veiđibúnađ.) 

Sćnskir landhelgisgćsludátar viđ Ísland.

Landhelgisgćsla (Kustbevakningen) Svíţjóđar var oft međ í för og ađstođađi viđ slys međ lćknisţjónustu og fl.


 

Smá pása í góđu verđi viđ Jan Majen.

 • Aflinn skilar ca 700 til 1200 tunnum á hvern bát. (Fer eftir stćrđ skútunnar)
 • Margar ljósmyndir eru til sem lýsa undirbúningi, vinnslu og lífinu um borđ, landlegu međ ljósmyndum sem sýna síldarsöltun á Sigló og göngutúra um náttúru Íslands. 

 Setiđ og spjallađ á "SKIPAKOPPUM"  ţađ var náttúrulega enginn önnur salernisađstađa um borđ.

Veiđiađferđ 2:
Snurpunótaveiđar (Snurpvad) og söltun um borđ í stórum ţriggja og fjögurra mastra fraktskútum međ hjálparmótor og seinna í öđrum stórum móđurskipum, sérstaklega í lok síldarćvintýrisins ţegar síldin heldur sig mjög langt frá ströndum Íslands.

"Móđurskip" međ tvo fylgibáta á Siglufirđi.

 • Stórar fraktskútur eru notađar og seinna stór móđurskip međ áhöfn uppá 27 -30 manns, 2 – 3 minni fiskibátar međ í för og ţeir veiđa í snurpunót eđa hringnót seinna.

 • Ţessir túrar eru ađ öllum líkindum eitthvađ styttri í tíma. (hef ekki getađ fengiđ ţađ stađfest.)

 • Hluta af lestarrími er breytt í svefnsal og matsal fyrir áhöfnina. Tunnur saltađar um borđ eru ca 1.800 og meira, fer eftir stćrđ móđurskipsins.

(Í sögunni um Svaninn frá 1935 eru saltađar 1.780 tunnur.)
Síldarsöltun á fljótandi síldarsöltunarplani

 • Ađ öđru leyti er ţađ mesta líkt veiđum reknetabátana ţegar kemur ađ skipulagsmálum og öđru kringum ţetta. Ţetta er ţó miklu stćrra fyrirtćki og miklu meiri fjárhagsleg áhćtta. (Ráđningasamningur sem fylgir međ túrnum á Svaninum segir mikla sögu um skipulag og annađ tengt ţessari veiđiađferđ.

Uppgjör eftir reknetatúr 1954.

Ţýđing á sögunni úr túrnum međ Svaninum og á ráđningarsamningum kemur seinna.

SAGAN UM SVANINN! Síldveiđar, landlega og slagsmál o.fl. á Sigló 1935

Skipakökur í kaffi!

 Agneta Hermansson selur "En kaga i koppen" 
Skipakökurnar eru bakađar í opnum viđarofnum í miklu magni, ţađ er gat í miđjunni og ţćr eru annađ hvort ţrćddar uppa á kústaskaft eđa snćri og hengdar upp í ţakiđ á eldhúsinu.
Ţar eru ţćr látnar ţorna og svo komast ekki mýs og rottur í ţćr heldur.

Skipakökur settar í tómar tunnur fyrir brottför.

Amma ađ kenna barnabarninu ađ bleyta skipakökur í kaffi.

 Brjóta kökuna og trođa ţétt í könnuna.

 Setja svo smjör eđa sykur á og mums.... góđgćti.

Lifiđ heil
Texti og myndir:
Jón Ólafur Björgvinsson

Ađrar myndir: Myndir úr safni De seglade frĺn Tjörn. 3 myndir úr Ljósmyndasafni Siglufjarđar.
Heimildir: Bengt-Erik Strandberg, Stig Selander o.fl.
ISLANDSFISKE, en kort historik hämtad ur boken "53 ĺr inom fiskkonservindustrin" av Göthe Grussell.

Ađrar heimildir um síldveiđar Svía og Norđmanna viđ Ísland:

Drivgarnsfisket vid Island pĺ 1900-talet

Bohuslän var landets sillcentrum

SILDEFISKET VED ISLAND (Del 1) Norsk síđa.

SILDEFISKET VED ISLAND (Del 2)

Ađrar greinar um Siglufjörđ og vesturströnd Svíţjóđar:

SAGAN UM SVANINN! Síldveiđar, landlega og slagsmál o.fl. á Sigló 1935

PĹ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóđum sćnskra síldveiđimanna! 

Siglfirđingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka

Stórkostleg kvikmynd frá 1954 fundin

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sćnsk myndasyrpa frá 1945

SIGLUFJORDUR er nafli alheimsins og SILLENS CLONDYKE (Myndir og myndband) 


Athugasemdir

23.júlí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst