Dans við dauðans angist

Dans við dauðans angist Ég vissi ekki að dans gæti næstum fengið mig til að gráta, en í gærkveldi var ekki langt í tárin og það er erfitt að taka myndir

Fréttir

Dans við dauðans angist

Ljósaleikur og dans
Ljósaleikur og dans

Ég vissi ekki að dans gæti næstum fengið mig til að gráta, en í gærkveldi var ekki langt í tárin og það er erfitt að taka myndir með tár í augum.
Það var grafarþögn í salnum sem var lítill og fólk sat á stólum og á gólfinu og komu svo nálægt dansaranum að það var eins og allir væru hluti af þessari frábæru ljósa og danssýninu.

Dansarinn ungi heitir  Thomas Voll og kemur frá Noregi, hann lagði sál sína í þessa danssýningu og það var greinilegt að honum tókst að miðla innihaldi verksins til áhorfenda sem allir voru djúpt snortnir af innihaldi dansverksins.

Thomas fékk dúndrandi lófaklapp að lokinni sýningu og móður og með tár í augum  þakkaði hann áhorfendum fyrir stuðninginn.
Hann útskýrði einnig að verkið var samið sem minning um góða vin sem framdi sjálfsmorð sem skyldi eftir sig djúp sár og söknuð í sálinni.

Þessi danssýning var hluti af opnunar viðburðum Reitir 2015 og fór sýningin fram í Alþýðuhúsinu.

Meira um Thomas Voll, sjá hér heimasíðu dansarans mikla.

Sorg og skuggi

Draugaleg mynd....... það er eins og að einhver ósýnileg persóna sé að dansa við hann

Ángist.......


Thomas þurfti að draga sig undan eftir sýningu til þess að jafna sig aðeins eftir átökin 

Myndir og Texti: NB
(Jón Björgvinsson)


Athugasemdir

25.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst