Viltu ættleiða listamenn ?

Viltu ættleiða listamenn ? Þessa spurningu fengum ég og Kristín kærasta mín um daginn. Og hvað þýðir það? Spurðum við tilbaka. Bara eins og í fyrra,

Fréttir

Viltu ættleiða listamenn ?

Nathalie, Troels og Baldur Helgi
Nathalie, Troels og Baldur Helgi

Þessa spurningu fengum ég og Kristín kærasta mín um daginn.

Og hvað þýðir það? Spurðum við tilbaka. Bara eins og í fyrra, bjóða 2-3 ungmennum sem eru með í Reitir í mat og segja þeim sögur um Sigló og fleira.

Mjög spennandi að vita ekki hvergir koma í mat eða hvaða túngumál matagestirnir tala.

OK, þau koma þá annað kvöld kl: 19.00.

Klukkan slær 19.00 og engin kemur, hryggurinn klár, brúnaðar kartöflur með og malt og appelsín í ísskápnum tilbúðið að blanda eins og það væru jól.

Svo hringir Alla Sigga og segir að þau hefðu bankað og að engin kannaðist við að hafa ættleitt listamen í þessu húsi, hvað þá boðið í mat.

Hvaða húsi? Hafnartúni 24, já há við búum í 34, skil vel að fólkinu hafi brugðið þegar að þrjú hungruð ungmenni sögðust vera komin í mat til þeirra. 

Jæja svo komu þau loksins, Nathalie frá Englandi, hún vinnur með raunvísindagreinar, svo Troels frá Danmörku, hann er dansari og leiktjaldasmiður og svo Baldur Helgi frá Reykjvík en hann vinnur með arkitektur og fl.

Ég ætlaði bara að fara að nota gömlu góðu skóla dönskuna mína þegar ég áttaði mig á því að já þá skilur Nathalie ekki neitt.  Merkilegt hvað þessir englendingar komast alltaf upp með að kunna bara ensku.

Þið eruð sem sé ekki listafólk? Ekki beinleinlínis, en við höfum áhuga á að skapa allt mögulegt og láta ólíka hugmynda heima mætast og sjá svo bara til hvað gerist.

Og núna eru við með okkar fyrsta verkefni, hitta Siglfirðinga, njósna pínu um þá, heyra sögur o.s.f.v.

Þetta varð strax hið skemmtilegasta kvöld, ég og Kristín sögðum þeim allskonar lygasögur um okkur og aðra og þau spurðu okkur spjörunum úr um allt mögulegt.

Á laugardag stakk ég aðeins inn hausnum á mér í Alþýðuhúsið, í sambandi við frétt um flóðið mikla. Sé mér til mikillar skelfingar að þarna er heill veggur með hugmyndum, fleiri fermetrar, teikningar og orð frá hinum og þessum sögum úr bænum, það voru sko ekki bara 3 njósnarar á ferli, þau voru 25 stykki.

En þetta er einmitt kjarnin í þessu hjá Reitir, hugmyndir, hræra þessu öllu saman og sjá svo bara til með hvað gerist.

Það verður spennandi að sjá hvað gerist á morgun (mánudag) og restina af vikunni, þetta er bara rétt að byrja.

Áfram Reitir!

 Baldur Helgi, Kristín, Nathalie og Troels

NB


Athugasemdir

15.september 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst