Flóđ á Reitum

Flóđ á Reitum Dagurinn byrjađi skrautlega ţegar ţátttakendur Reita 2014 ruku frá hálf kláruđum morgunmatnum út í helli dembuna hér á Siglufirđi.

Fréttir

Flóđ á Reitum

Ţátttakandi ađ grafa drullu frá niđurfalli
Ţátttakandi ađ grafa drullu frá niđurfalli

Dagurinn byrjaði skrautlega þegar þátttakendur Reita 2014 ruku frá hálf kláruðum morgunmatnum út í helli dembuna hér á Siglufirði. Þátttakendur verkefnisins, sem eru allstaðar að úr heiminum, náði með naumindum að stöðva vatnsflæðið sem hefði annars flætt um allt Alþýðuhúsið og væntanlega valdið heljarinnar tjóni.

Aðalheiður, eigandi Alþýðuhússins: ,,Ef ekki hefði notið við 25 manns sem eru þátttakendur á Reitum, hefði húsið farið algerlega á flot. Þau unnu eins og maurar við að hefta vatnsflæðið og björguðu því sem bjargað var. Takk elskurnar.”

reitir

reitir

reitir

Þetta var vissulega mjög blautur, kaldur og óvæntur morgun en skemmtilegt var að sjá hve vel hópurinn vann saman þegar á reyndi. Eftir herlegheitin skelltu allir sér í sund og heima beið þeirra svo ilmandi matur á borðum.

Hópavinnan í verkefninu hélt áfram og í kvöld verða allar hugmyndir kynntar og þátttakendur raða sér niður á verkefni eftir áhuga. Eftir helgi má búast við því að þátttakendur verði sýnilegir víða um Siglufjörð.


Athugasemdir

22.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst