Reitir settir

Reitir settir Reitir, alþjóðlegt skapandi samvinnuverkefni, hófst í gær þegar bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigurður Valur Ásbjarnarson, hélt ræðu og

Fréttir

Reitir settir

Reitir settir
Reitir settir

Reitir, alþjóðlegt skapandi samvinnuverkefni, hófst í gær þegar bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigurður Valur Ásbjarnarson, hélt ræðu og stjórnendur Reita, Ari Marteinsson og Arnar Ómarsson buðu alla þátttakendur velkomna.

reitir

reitir

Hingað til Siglufjarðar eru komnir 25 manns víðvegar að úr heiminum til þess að vinna saman að skapandi verkefnum í Alþýðuhúsinu næstu 12 daga. Þátttakendur Reita hafa Siglufjörð sem umfjöllunarefni sitt og það hráefni sem þeim býðst hér á staðnum.

reitir

Í morgun fór hópurinn í gönguferð og Aðalheiður sagði þátttakendum frá Siglufirði og í kvöld verða þátttakendur sendir í kvöldverðarboð víðsvegar um bæinn. Í hópnum er hönnuðir, sviðslistafólk, arkítektar, tónlistarfólk, myndlistarmenn og vísindamenn. Gaman verður að fylgjast með verkefninu næstu daga.

Reitir verða með reglulegar uppfærslur hér á vefnum meðan á verkefninu stendur. Nánari upplýsingar um Reiti má nálgast á http://reitir.com/ og á facebook síðu verkefnisins https://www.facebook.com/reitir


Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst