Héðinsfjarðartrefillinn styrkir gott málefni
sksiglo.is | Almennt | 14.11.2013 | 15:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 359 | Athugasemdir ( )
Í ár hafa safnast 300.000 krónur til styrktar Umhyggju með sölu á Héðinsfjarðartreflinum.
Umhyggja er félag til styrktar langveikum börnum.
Eins og flestir vita hefur Fríða Gylfadóttir umsjón með sölu á treflinum góða og hægt er að nálgast trefilinn á
Vinnustofu Fríðu sem er staðsett við Túngötu 40A.
Á undanförnum tveimur árum hafa safnast samtals 618.500 krónur sem renna beint
til Umhyggju.
Treflar sem eru unnir úr stóra Héðinsfjarðartreflinum eru seldir á
Vinnustofu Fríðu.
Flott framtak og meiriháttar að geta stutt málefni eins og Umhyggju.
Athugasemdir