Síldin gerir lífiđ eitthvađ svo spennandi 2 hluti

Síldin gerir lífiđ eitthvađ svo spennandi 2 hluti Árla morguns bankar Hjörtur kaupfélagsstjóri ákaft á herbergishurđina hjá mér og segir bara eitt orđ

Fréttir

Síldin gerir lífiđ eitthvađ svo spennandi 2 hluti

Halldór Kiljan Laxnes ađ skrifa Gerplu.
Halldór Kiljan Laxnes ađ skrifa Gerplu.

Árla morguns bankar Hjörtur kaupfélagsstjóri ákaft á herbergishurđina hjá mér og segir bara eitt orđ hátt og snjallt:

SÍLD!

Ţetta er miklu meira töfraorđ hér á Siglufirđi en annars stađar á landinu.

"Viđ tökum upp ţráđinn ţar sem frá var hofiđ í fyrsta hluta ţýđingu minnar af kaflanum "Síldin gerir lífiđ eitthvađ svo spennandi" úr bók Jörans Forsslund "Vind över Island" myndin hér til hliđar sýnir vel hversu góđur ljósmyndari Jöran var en hún er úr fyrsta kafla bókarinnar en sá kafli heitir "Halldór á Gljúfrasteini" og sá kafli fjallar um viđtal og heimsókn Jörans til Laxnes 1953.  Kaflinn er endurskrifađur úr grein sem birtist í 43 tölublađi vikublađsins Vi 1953. Myndin sýnir Halldór upptekinn viđ ađ skrifa Gerplu. 
Viđ skulum ekki heldur gleyma ađ Laxnes skrifađi líka Guđsgjafarţulu og allir vita hver er fyrir mynd Íslands Bessa. Eđa hvađ....en ţađ er nú önnur saga og nú höldum viđ áfram međ hina dásamlegu lýsingu Jörans af heimsókn hans og upplifun á Siglufirđi sumariđ 1953. Hann kom svo aftur sumariđ 1954 og gerđi kvikmyndina Viljans merki, sú kvikmynd endar á Siglufirđi. Til gamans má geta ađ ađ kvikmyndabúnađurinn sem notađur var viđ upptökur á ţessari kvikmynd var meira og minna fengin ađ láni frá svíum sem voru ađ vinna viđ ađ mynda söguna um Sölku Völku." 

Í gćrkveldi fór Hjörtur međ mig í heimsókn á loftskeytastöđ Síldarleitar ríkisins en ţeir sjá um öll samskipti á milli síldarleitarflugvélarnar og veiđiflotans, auk ţess sinna ţeir einnig samtölum milli bátana og síldarsöltunarstöđvanna í bćnum. Ţađ var frekar ţunglyndisleg stemmning ţarna í gćrkveldi, engum stökk bros á vör og allir nokkuđ stuttir í spuna:

Nej, eki nokur sill”.

En ţađ ţarf náttúrulega bara ein stutt skilabođ frá Snarfaxa um svarta flekki á hafinu og ţá heyrast glađar raddir í hátölurum og úr míkrófónum úti á síldarhafinu.

Hjörtur fékk símtal gegnum loftskeytastöđina klukkan tvö í nótt frá síldveiđibát sem var á leiđinni í land međ fullfermi á söltunarplaniđ hans. Eđa réttara sagt á söltunarplaniđ hjá Kaupfélagi Siglufjarđar.
En svona nćtursamtölum bíđur mađur gjarnan eftir á ţessum árstíma, ţađ er nefnilega mjög hörđ samkeppni á milli söltunarstöđvanna sem verđa ađ standa sig á vaktinni ef ţeir eiga ađ eiga einhverja von um ađ geta keypt góđa síld.
Ađ mađur fái bara ađ sofa 2-3 tíma á sólarhring er ekkert tiltökumál ţađ verđur hćgt ađ sofa endalaust í vetur.

Ég horfi á sólskiniđ flćđa um götur bćjarins og tek eftir ţví ađ ásýnd Siglufjarđar hefur breyst skyndilega. Ţađ eru allir ađ flýta sér og ţađ er bjartari hreimur í röddunum og einhverskonar eftirlöngun í öllum hreyfingum bćjarbúa.

Nokkrar af mjölverksmiđjunum er byrjađar ađ spúa út hvítri ţykkri illa lyktandi móđu yfir bćinn. Daunninn er ekki ólíkur ţví ţegar úldiđ kjöt er reykt.

En ţessi lykt er ekkert miđađ viđ skítafýluna sem myndast ţegar allar ţrćr brćđsluverksmiđjana eru fullar af rotnandi síld og síldarplönin full af slógi og úrgangi.

Ţá held ég ađ ţađ sé nú bara mjög gott ađ vera ţrćlkvefađur á Siglufirđi.

En bćjarbúum finnst ţetta vera eins og  ilmvatnslykt! Ţađ segja allir međ bros á vör: 

“Guđi sé lof, nú er aftur peningalykt á Sigló.”

Myndir frá bls. 70

Á kaupfélagsplaninu eru síldarstúlkurnar nú ţegar á fullri siglingu. Ţrír ungir drengir sem eru kallađir “rćsarar” hafa fariđ á reiđhjólum sem ţeir hafa til yfirráđa út um allan bć bankandi á veggi, glugga og hurđir ţangađ til ađ nývöknuđ “síldarstúlkan” lćtur sjá sig.

Ţá hrópa ţeir bara:

SÍLD!

Ţegar ađ síldarstúlkur heyra ţetta orđ verđa ţćr ađ gera sig klára fyrir söltun og koma niđur á plan í fullri múnderíngu eftir korter. Einkennisbúningur ţeirra er: stígvél, skćr blá eđa gul svunta sem nćr niđur á ökkla, langir gúmmíhanskar og langur og beittur morđingjahnífur. 

Í blíđskapar verđri jafnt sem úrhellis rigningu verđur síldarstúlkan ađ standa vaktina á enda, ţví hvorki sjómađurinn á bátunum sem er veriđ ađ landa úr né síldin sjálf geta beđiđ.

Sá fyrrnefndi ţarf ađ drífa sig aftur út á sjó og síldin ţarf ađ fara tafarlaust og glćný niđur í tunnuna.

Síldarstúlkur sér mađur út um allt á Siglufirđi.

Hér áđur fyrr voru ţetta oftast ungar stúlkur en í dag hefur međalaldurinn á ţessum glćsilegu síldarstúlkum hćkkađ verulega. Ţegar síldin veiddist sem mest hér áđur fyrr komu ungar stúlkur frá öllu landinu hingađ, frá Reykjavík sem og öđrum litlum bćjarfélögum.

Oftast er ţetta námsfólk sem vill ţéna góđan aur fyrir veturinn; eins og áđur hefur veriđ nefnt í ţessum skrifum vinna námsmenn almennt fyrir sér á sumrin á Íslandi.

Myndir frá bls 71. Efri myndin sýnir söltunarplan Kaupfélags Siglfirđinga og á henni er hćgt ađ sjá rennuna sem er uppfinning Hjartar kaupfélagsstjóra.

En núna standa margir af ţessum löngu litríku “brökkum” (“síldarbröggum”, brakki er Siglfirskt orđ sem kemur frá norska orđinu bracke) sem síldarstúlkurnar höfđu sem vistarverur auđir.
Ţađ kostar of mikiđ ađ fá hingađ ađkomustúlkur í vinnu, síldarplaniđ ţarf ađ greiđa ferđakostađ og geta ábyrgst lámarkslaun upp á 1.500 kr. á mánuđi.  Ef síldin lćtur ekki sjá sig ţýđir ţetta fyrirkomulag stór tap fyrir söltunarfyrirtćkin.

Kaupfélagsplaniđ réđi til sín 34 ađkomustúlkur í fyrra en í sumar ekki eina einustu stúlku.

Í stađinn hafa menn fundiđ ađra lausn sem felst í ţví ađ biđja allt kvenfólk bćjarins ađ fara í einkennisbúning síldarstúlknanna hvort sem ţćr eru giftar eđa ógiftar, gamlar eđa ungar.

Á hverjum morgni getur mađur séđ lögreglubíl bćjarins, (ţ.e.a.s Svörtu Maríu, sem vanalega keyrir fyllibyttum í steininn)  safna börnum fyrir framan Kaupfélagiđ viđ Ađalgötuna og keyra ţeim á barnaheimili sem bćjarfélagiđ rekur sunnar í firđinum. Ţar geta börnin herjađ og leikiđ sér allan daginn á međan mömmurnar vinna í síldinni.  

Ţađ hefur gerst nokkrum sinnum ţegar mikiđ síldarmagn berst ađ landi ađ Kaupfélagiđ hefur lokađ allri sinni starfsemi í bćnum og flutt starfskraftinn í síldarsöltun á plani Kaupfélags Siglfirđinga.

Spiliđ á Freydísi frá Ísafirđi vćlir ákaft ţegar veriđ er ađ landa fullfermi úr lest og úr lúgum á dekki sem kom úr stóru hringnótarkasti úti á Eyjafjarđardjúpi í nótt.

Nú er löndunarvögnum á járnbreutarteinum rennt eftir bryggjunni ađ löngum síldarkassa ţar sem 30 “sillstúlkur” standa í röđ, einbeittar á svip. Ţađ liggur mikiđ viđ ađ kassinn sé fullur af silfurgljáandi spikfeitri Norđurlandssíldinni.

Einmitt ţetta sumar berst ađ ein sú feitasta síld sem nokkur tímann hefur sést, međ allt ađ 22ja til 25 prósenta fituinnihaldi.

Stúlkurnar vinna eins og velsmurđ vél, hreyfa hendurnar í takt og međ einbeittu augnaráđi stara ţćr án andartaks á síldina. Í einni og sömu handarhreyfingunni sker stúlkan hausinn af og dregur út innyfli og kastar síldinni í bjóđ sér viđ hliđ. Ţegar bjóđiđ er fullt tekur hún disk og flytur síldina yfir í stamp  ţar sem hún vöđlar síldinni í salt og kryddblöndu og ţar á eftir rađar hún síldinni í hring eftir hring í tunnuna. Síđan byrjar hún aftur ađ hausa og magadraga. Ţađ er varla ađ hún megi vera ađ ţví ađ strjúka hárlokk úr andlitinu.
Í ákafanum myndast einhverskonar móđa og glitrandi ský af síldarhreistri kringum síldarstúlkurnar, ţćr eru í eigin heimi, gefa sig kappseminni á vald og ţó ađ allur heimurinn myndi hrynja í kringum síldarplaniđ ţá myndu ţćr varla líta upp úr tunnunum.

Ekkert getur slegiđ ţćr út af laginu og ţađ er haldiđ áfram ţangađ til báturinn viđ bryggjuna getur ekki lengur skilađ síld í rennuna hjá ţeim.

Annađ slagiđ heyrir mađur hrópađ: salt.....sallllt......SAALLLLT! Međ raddblć sem liggur mitt á milli ţess ađ röddin hljómar eins og neyđaróp eđa ásakandi árás ađ verkamanni söltunarplansins, hann  hleypur eins og ţađ sé kviknađ í afturendanum á honum og reynir eftir bestu getu ađ ţóknast ţessum drottningum síldarinnar.

Ađeins ţegar ţćr kalla: “Taka tunnu.......taka tuuunnu!” gefa ţćr sér smá tíma til ađ líta upp og svo draga ţćr upp síldarpilsiđ og rétta ökklann í stoltri hreyfingu í áttina ađ beykinum  (tunnusmiđnum) sem kemur međ trillu til ađ sćkja fulla tunnuna og í leiđinni lćtur hann lítiđ málmmerki detta niđur í stígvéliđ hjá henni.

Mađur gćti kannski haldiđ ađ ţađ sé nú ekkert sérstaklega ţćgilegt ađ fá fleiđur af smápeningum í stígvélinu en ţannig er ţađ nú ekki.
Ţví hver peningur fćrir síldarstúlkunni 20 kr. í laun fyrir hverja fulla tunnu. Ţćr duglegustu geta saltađ í 3 tunnur á klukkutíma sem eftir 8 tíma vinnu gefur 480 kr. Sem er um ţađ bil 150 sćnskar krónur, ţessi launasamanburđur er nú ekki alveg sanngjarn ţví ţađ er mjög dýrt ađ lifa á Íslandi.

Myndir frá bls. 73. ţessar myndir ćttu nú betur heima i nćsta kafla bókarinnar en hann heitir "Lífiđ er fiskur". 

Hjörtur kaupfélagstjóri spásserar um Kaupfélagsplaniđ og lítur út eins og ađ hann hafi einn unniđ stórvinning síldarhappdrćttisins og í ár er ţađ líklega stađreynd vegna ţess ađ nú ţegar í lok júlí er búiđ ađ salta jafnmargar tunnur eins og saltađar voru allt sumariđ í fyrra.
Ţar fyrir utan er síldin óvenju feit og fín og hann lýsir ţví stoltur á svip hversu vönduđ vinnubrögđin eru á planinu hans, hér er allri síld međ sjáanlegum galla hent, krömdum eđa of litlum síldum er hent í slógţróna sem fer seinna í brćđsluverksmiđjunar.
Bara hágćđasíld fer ofan í tunnurnar og hún má ekki hafa veriđ lengur en átta tíma í lestum bátanna og helst ekki hafa lent í miklum veltingi, svo nákvćmt er gćđaeftirlitiđ.
Ţessar háu gćđakröfur fá mig til ađ spekúlera hvort ţađ sé ţá ekki betra ađ salta síldina ferska um borđ eins og gert er í sćnsku bátunum okkar.

En hvernig í ósköpunum ćtti mađur ţá ađ geta afkastađ ţessu gríđarlega magni sem ţessi höfuđborg síldarinnar er sköpuđ til ađ skila í tunnurnar.

Í ár er bara framleidd “Cut-hering” ţ.e.a.s haus og magadregin síld, kannski eitthvađ af kryddsíld en Matjes síldin er alveg horfin úr myndinni. Hjörtur upplýsir mig um ađ í sumar er samkvćmt samningum reikađ međ ađ ţađ verđi saltađar 200.000 tunnur hér á Norđurlandi, helmingurinn af ţessum tunnum verđur saltađur hér á Siglufirđi. Hér í bć eru 21 söltunarstöđ af rúmlega 60 stöđvum norđanlands.

Metáriđ 1944 voru saltađar 200.000 tunnur bara hér á Sigló segir Hjörtur, en ţađ met verđur nú líklega ekki slegiđ í sumar og mikiđ rétt, hann varđ sannspár um ţađ, ţví síldin villtist enn og aftur og lét vart sjá sig ţađ sem eftir var sumars.

Tunnufjöll!

Svíţjóđ hefur ćtíđ veriđ einn stćrsti síldarkaupandinn og í ár var reikađ međ ađ Svíar myndu kaupa um helming ársframleiđslunnar eins og vanalega - en 1953 voru ţađ reyndar Sovétríkin sem fengu helminginn af framleiđslunni. Síldarútvegsnefnd ríkisins sem er ađ hálfu leyti ríkisrekiđ batterí međ ađalstöđvar sínar á Siglufirđi sér um verđlagningu, samningamál og hvernig veiđinni er skipt á milli landshluta.

Kaupfélag Siglfirđinga og KEA á Akureyri eru einu samvinnufélöginn á Íslandi sem reka síldarsöltunarstöđvar. Ţessi starfsemi er af flestum öđrum samvinnufélögum landsins álitin of áhćttusöm og gćti léttilega sett mörg kaupfélög á hausinn.

En á Siglufirđi horfir ţetta allt öđru vísi viđ og er sjálfsögđ búbót fyrir kaupfélagiđ og sína mörgu félagsmenn í ţessum 3.100 manna bć.

Hjörtur Hjartar er mikil atorkumađur og réttur mađur á réttum stađ, hann er ţeim eiginleikum gćddur rétt eins og margir ađrir nútíma Íslendingar ađ hann getur tala viđ hvern sem er, um hvađ sem er, hvenćr sem er.

Hann er kvikur í hreyfingum , vel lesinn og vel ađ sér á flestum sviđum, eina stundina getur hann talađ af mikilli innlifun um síld og í nćstu setningu faliđ inn í heimspekilegt samtal um bókmenntir.   

Hann kom Kaupfélagi Siglfirđinga á fćtur eftir ađ miklar pólitískar hrćringar sem enduđu í hallarbyltingu sem nćstum gekk ađ félaginu dauđu. Ţessi pólitíski  ágreiningur sem kom upp í kaupfélaginu stóđ á milli kommúnista og annars ónefnds stjórnmálaflokk og endađi međ algjörum klofningi ţar sem Kaupfélag Siglfirđinga varđ allt í einu tvö kaupfélög og bćđi héldu sína ađalfundi og kröfđust hvort fyrir sig lyklavalda bćđi fyrir búđarhurđ og peningaskáp kaupfélagsins.

Jćja, en Hjörtur bjargađi málunum og seinna stóđ hann fyrir sinni eigin litlu byltingu. Hann gjörbreytti nefnilega síldarsöltuninni, ekki bara á Siglufirđi heldur líka út um allt Ísland.

Fljótlega eftir ađ hann kom hingađ ţá tók hann eftir ţví ađ aumingja síldarstúlkurnar stóđu upp fyrir hné í kös af slori og úrgangi ţegar veriđ var ađ verka síldina. Ţessi úrgangur sem lá út um allt viđ allar söltunarstöđvar bćjarins var líka í harđri keppi viđ síldarbrćđslurnar um ađ skapa djöfullegan fnyk sem lá í loftinu allt sumariđ.  Hjörtur lagđist undir feld og hugsađi vel og lengi og svo kom hann međ ţessa snilldarlegu og einföldu lausn sem hćgt er ađ sjá á öllum plönum á Siglufirđi og víđa viđ Íslandstrendur.

Hann lét skera ferköntuđ göt á borđiđ hjá hverri síldarstúlku og lét síđan smíđa rennu sem slor og síldarhausar duttu ofan í og vatni sem dćlt var inn í annan endann flutti síđan međ sér allan úrgang út í litla ţró.  Ţá dró járnsnigill allt saman áfram uppá vörubíl sem skutlađi slóginu í brćđsluverksmiđjurnar.

Ţađ var eins međ ţessa uppfinningu og margar ađrar einfaldar lausir ađ gamlir gárungar hristu bara hausinn og sögđu: “ja....ef ţetta vćri nú svona einfalt allt saman ţá vćri okkur náttúrulega búiđ ađ detta ţetta í hug fyrir löngu síđan

Í verksmiđjunum vildu í byrjun sumir meina ađ vatniđ skolađi fituna úr úrganginum en ţađ var bara bull og vitleysa. Ţessi einfalda uppfinning sparar tugţúsundir króna á ári og léttir síldarstúlkunum lífiđ.  Ađrar ađferđir voru fundnar upp sem áttu ađ leysa ţetta vandamál en ţćr kostuđu 120.000 kr.

Uppfinningin hans Hjartar kostađi bara 10.000 kr. og hann leyfđi hverjum sem var ađ nota ţessa einföldu lausn ađ kostnađarlausu, ţađ lýsir vel ţeirri manngćsku sem Hjörtur hefur ađ bera og hann var heldur ekki ađ eyđa tíma í ţetta til ţess ađ grćđa peninga, hann vildi bara bćta vinnuađstöđu síldarstúlknanna.

Svona ađ gamni má nefna ađ velviljuđ manngćska getur líka veriđ misskilinn.
Sćnska Samvinnuhreyfinginn (KF) sendi hingađ nýtísku síldarsöltunarvélar sem áttu ađ spara mikinn mannafla og minnka launakostađ. Ţessar vélar voru von bráđar sendar til baka til föđurhúsanna án ţakklćtis enda myndi engum heilvita manni hér detta ţađ í hug ađ skipta út síldarstúlkum fyrir dauđar vélar. Allra síst ţeim sjálfum, ţví ţađ eru ţćr sem ţéna mest á síldarplönunum.

Sćnsk síldarsöltunarvél!

Svo kemur laugardagur og rigningin líka og ţá erum viđ ekki ađ tala um venjulega rigningu. Nei, gott fólk, hér erum viđ ađ tala um hellirigningu sem sólarhringum saman hellist úr yfirfullum skálum himinsins.
Ţessi fjörđur er ađ breytast í risastórt fiskabúr međ yfirborđiđ einhverstađar uppi viđ fjallatoppana.

Enginn síldarleit, veiđi eđa síldarsöltun, bara rennblaut og grá biđstađa.

Höfnin er ađ fyllast af bátum sem liggja hliđ viđ hiđ í löngum röđum út frá öllum bryggju. Ţeir sem ekki fá pláss viđ bryggjurnar liggja viđ akkeri út á firđinum og allir ţessir bátar mynda dularfullan skóg af möstrum í rigningarţokunni undur bröttum fjöllunum.

Ţađ eru eitthvađ í kringum 200 norskir bátar á veiđum hér viđ Íslandsstrendur og álíka margir íslenskir bátar, góđur slatti af ţeim eru hér í firđinum núna, ađ auki nokkuđ af ţeim 34 sćnsku reknetabátum sem stunda veiđar hér í ár. Ţar fyrir utan er fjöldinn allur af dönskum, fćreyskum og finnskum bátum hér. 

Rússarnir hafa ekki látiđ sjá sig, líklega liggur sovétflotinn í sjálfskipađri útlegđ í vari úti viđ Grímsey.

Á Ađalgötu bćjarins spássera stćltir Norđmenn og Svíar međ sjóarahúfurnar sína og berhöfđađir Íslendingar í bláum ţykkum peysum og niđurrúlluđum bússum. Sjóararnir standa í smá hópum hér og ţar og rćđa málin hver á sínu víkingatungumáli.
Stúlkur í ćpandi gulum eđa bláum regnkápum hlaupa á milli búđanna í götunni sér til dćgrastyttingar. En ţađ virđist ekki verđa neitt líf og fjör hér, ţrátt fyrir ađ ţađ sé laugardagur, ţetta úrhelli lemur úr manni allan vilja til skemmtana.

Ţessi ađalgata er innrömmuđ af bröttum snjóflekkóttum fjöllum í báđa enda og til hliđar standa veđurbarin steinsteypu- og bárujárnshús, ţessi gata hefur séđ ţá flesta sem vinna í síldarbransanum, frá öllum heimshornum.
Ef sólinni skyldi ţóknast ađ láta sjá sig smástund og lokka sjómennina upp úr lúkurunum ţá myndir ţessi gata óma af gleđihlátrum og ljóma í miklum ánćgjubrosum og í kvöld myndi hún örugglega vera full af “sjúdde rallý rei,” brennivíni og SKÁL.

Bróđurleg fađmlög og  “einn á kjaftinn” tilheyra hefđbundnum laugardagsskemmtunum síldarvertíđarinnar á Siglufirđi, en í kvöld er eitthvađ svo dauft yfir öllu og kannski eru sögusagnir af skrílslátum í Klondyke síldarinnar mjög svo ýktar.  En á sunnudagsmorgun hitti ég nú samt nokkra unga herramenn međ plástra og gróđuraugu sem ekki voru ţar í gćr.

Mér hafa veriđ sagđar ýmsar sögur um leynikrár og allskyns svartamarkađsbrask.
Ein sagan fjallar um ölvađa Norđmenn sem lokuđu sig inni međ fegurđardísum bćjarins á einum slíkum “danslokal” til ţess ađ geta dansađ viđ ţćr óáreittir.
Ţađ getur veriđ ađ ţetta hafi veriđ á einni af ţeim 23 leynikrám sem Albert Engström heldur fram ađ hafi veriđ starfrćktar hér á ţeim tíma sem hann skrifađi sína ferđabók um um Ísland, en hann skrifar: “hér verđa stundu miklir bardagar á milli nokkur hundruđ ofurölvađra víkinga

(mér var reyndar sagt ađ fyrir stuttu síđan hafi veriđ bardagi hér sem varađi í ţrjá daga, rétt eins og stríđiđ viđ Leipzig)

En núna eru ekki til neinar leynikrár, bara Áfengisverslun Ríkisins og ţar er hćgt ađ kaupa flösku af “Svarta dauđa” fyrir 85 kr. En ekki í dag, “Ríkiđ” er lokađ á laugardögum.

Ţađ er alla vegana mun meira líf á Ađalgötunni en vanalega. Verslanirnar margfalda tekjur sína á ţessum árstíma. Hjörtur segir ađ veltan hjá Kaupfélaginu aukist um 200 % á međan síldarvertíđin stendur, matvöruverslanirnar eru á bakvakt allan sólarhringinn.

Tvö kvikmyndahús eru í bćnum og ţađ eru ţrjár sýningar á dag, núna er t.d veriđ ađ sýna “Blóđ og sandur”, norsku bíómyndina “Fant” og kvikmynd međ “Ritu Hayworth”.
Ţetta úrval er svo sem ekki ţađ besta sem hćgt er ađ finna í ávaxtagarđi kvikmyndanna en ţađ skiptir svo sem engu máli, ţađ er ekki mikiđ annađ um ađ velja sér til dćgrastyttingar annađ en ađ fara á ţrjár bíósýningar í röđ og rápa í búđir.

Ókeypis í bíó á sumardaginn fyrsta.

Margir kúra í koju og skrifa fyrstu bréfin heim til Bohuslän, eins og strákarnir á “Delfin av Gravarne” ţeir eru reyndar svo heppnir ađ hafa Stig Dahlström sem bátsfélaga. Hann syngur vísur og spilar á gítar sem gefur ţeim góđan innblástur í bréfaskriftirnar.

Ţađ er mjög svo undarleg tilfinning ađ standa á bryggju í rigningarsúld norđur á Siglufirđi og heyra allt í einu vísur okkar ástkćra trúbadors  “Evert Taube” óma lágstemmt upp úr litlum bátskrokk innan um fleiri hundruđ ađra hljóđláta báta.

Ég lćđist um borđ og spjalla smástund viđ ţá frammi í hlýjum lúkarnum.

Ţeir eru nýkomnir og rétt ađ byrja síldveiđar ársins og um leiđ og ţeir eru búnir ađ fylla allar 800 tunnurnar um borđ stíma ţeir heim til Sverige.

Ţeir veiđa í reknet eins og flestir ađrir sćnskir bátar og međ bara 8 manna áhöfn hafa ţeir ekki mannafla til ađ draga upp hringnót.

Svíar eins og öllum öđrum útlendingum er vísađ á miđ sem liggja utan viđ fjögurra sjómílna landhelgi sem reiknuđ er út frá línum sem dregnar eru á milli fjarđakjaftanna á landi ţannig ađ ţeir mega ekki veiđa síldina sem gengur inní firđina eđa selja sína síld í landi.
Ţessar nýju reglur hafa svo sem ekki skipt neinu verulegu máli síđustu árin ţar sem síldin hefur ekki hegđađ sér eins og hún á ađ gera.
Eđa, jú, sumariđ 1953 kom síldin í miklu magni og hélt sig nćr landi en venjulega.

Hér koma ljósmyndir frá bls. 81 og bls 82
(sem eru kannski ekki beinlínis í samrćmi viđ innihaldiđ ţessum kafla, tilheyra meira nćsta kafla sem heitir: “Lífiđ er fiskur”

Saltfiskţurkun.

Ţađ hefur rignt stanslaust í fleiri sólarhringa, en einn morgunninn kíkir sólin loksins í gegnum skýin og vindurinn er upptekin viđ ađ blása burtu ţokunni. Nokkrum tímum seinna yfirgefa margir bátar sína tryggu höfn. 

Snarfaxi sem hefur veriđ í fríi inná Akureyri kemur loksins međ látum inn fjörđinn og gerir sínar hefđbundnu loftfimleikaćfingar á milli fjallana í ţessum ţrönga firđi áđur en hann lendir.

Sonur Lárusar Blöndal bóksala sem er í forsvari fyrir bćđi bókabúđ föđur síns og umbođsmađur fyrir Flugfélag Íslands á Siglufirđi setur mig í lítinn opinn bát og flytur mig um borđ í Snarfaxa sem flýtur í rólegheitum innan viđ eyrina. Ţegar ég er komin um borđ í Grumman flugvélina fer ég strax ađ hugsa: “og hvernig í ósköpunum ćtla ţeir ađ taka á loft hérna ?”  Fjörđurinn er ennţá nokkuđ ţéttsetinn bátum og ţung alda kemur inn fjörđinn úr norđurátt.

Ţetta flugtak fćr mitt gamla flugmannshjarta ađ sleppa nokkrum slögum og ég held mér stjarfur af hrćđslu í stólinn. Ađalbjörn flugstjóri tekur sér stöđu međ ţví ađ stýra Snarfaxa  ţversum í firđinum, hann gefur síđan allt í botn og ćđir međ nefiđ á vélinni út í litla rennu á milli bátanna og stefnir síđan beint á fjallgarđinn ađ austanverđu og tekur síđan krappa vinstribleyju út fjörđinn.

Ég byrja ađ anda aftur og horfi  í kringum mig og sé Siglufjörđ hverfa á bakviđ stéliđ á Snarfaxa.

Mynd frá bls. 81. Skreiđarhjallar. Ţessi flotta mynd er á bakhliđ bókarinnar í stćrra formi.

Síldin gerir lífiđ eitthvađ svo spennandi 1 hluti.

Ţýđing Jón Ólafur Björgvinsson

Örlygur Kristfinnsson hefur veitt ómetanlega ađstođ međ orđaval, setningarvillur og prófarkalestur.
Texti og myndir birtar međ leyfi frá Lena Fejan Forsslund og félagsins "De seglande frá Tjörn" og frá Ljósmyndasafni Siglufjarđar.
Skjáskot úr kvikmynd birt međ leyfi frá Korperativa förbundet i Sverige. (Samvinnuhreyfing Svíţjóđar.)
Lagfćring á gćđum ljósmynda: Jón Ólafur Björgvinsson.
Lagfćring á gćđum á mynd og hljóđi í kvikmynd gerđi Gunnar Smári Helgasson. 

Ađrar greinar um Siglufjörđ og vesturströnd Svíţjóđar: 

Minningar um síldveiđar viđ Ísland 1946-48.

SAGAN UM SVANINN! Síldveiđar, landlega og slagsmál o.fl. á Sigló 1935

De seglade frĺn Tjörn.......Til SIGLÓ. (50 myndir)

PĹ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóđum sćnskra síldveiđimanna! 

Siglfirđingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka

Stórkostleg kvikmynd frá 1954 fundin

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sćnsk myndasyrpa frá 1945

SIGLUFJORDUR er nafli alheimsins og SILLENS CLONDYKE (Myndir og myndband)Athugasemdir

23.júní 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst