Skíðamót á Ólafsfirði
sksiglo.is | Almennt | 08.02.2013 | 12:32 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 252 | Athugasemdir ( )
Um helgina er mikið um að vera hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar við mótahald. Föstudag, laugardag og sunudag fer fram Bikarmot SKÍ og koma keppendur allstaðar af landinu. Einnig er á laugardag Fjarðargangan sem er hluti af Íslandsgöngu mótaröð SKÍ. Fjarðargangan er hugsuð sem trimmganga og voru rúmlega 50 þátttakendur í fyrra. Nú vonumst við eftir betri mætingu og vonandi fleiri "heimamönnum". Veðurútlit er gott og skorum við á sem flesta að mæta í fjallið hjá okkur og fylgjast með skemmtilegri keppni!
Skíðafélag Ólafsfjarðar.
Athugasemdir