100 ára afmćli! Göngutúr um heimahaga, 7 hluti, SIGLFIRSKT ! 80 myndir

100 ára afmćli! Göngutúr um heimahaga, 7 hluti, SIGLFIRSKT ! 80 myndir Í tilefni 100 ára kaupstađarafmćlis Siglufjarđar finnst mér viđ hćfi ađ endurbirta

Fréttir

100 ára afmćli! Göngutúr um heimahaga, 7 hluti, SIGLFIRSKT ! 80 myndir

Velkomin til Siglufjarđar
Velkomin til Siglufjarđar

Í tilefni 100 ára kaupstađarafmćlis Siglufjarđar finnst mér viđ hćfi ađ endurbirta ţessa grein, 80 einstakar "Siglfirskar" ljósmyndir sem minna okkur á allt mögulegt sem er svo sérstakt í okkar fagra firđi.

Ţessi grein er hluti af greina seríu í 10 hlutum međ yfir 250 myndum sem birtar eru međ leyfi frá ljósmyndasafni Siglufjarđar sem nú er í eigu Síldarminjasafnsins. 

Til ađ stytta ykkur sporin i ađ finna afganginn birtist slóđalisti hér undir:

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA / Stövtĺg i hembyggden 1.hluti

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 2 hluti, KONUR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 3 hluti, ÖMMUR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 4 hluti. Ljósmyndir (50 st) og LEIKIR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 5 hluti. SKEMMTANALÍF ! Myndasyrpa.   

Göngutúr um heimahaga 6 hluti. LITRÍKIR KARAKTERAR !

Göngutúr um heimahaga, 7 hluti, SIGLFIRSKT ! 80 myndir

Göngutúr um heimahaga, 8 hluti, NIĐURNÍĐSLA. (35 myndir)

Göngutúr um heimahaga. 9 hluti. ÍŢRÓTTIR OG SKÓLI. (50 MYNDIR)

Göngutúr um heimahaga. 10 hluti. Lokakafli og samantekt.

“Fjarlćgđin gerir fjöllin blá og minningarnar líka”

Í ţessum sjöunda hluta minnumst viđ liđins tíma á Sigló  međ 80 ljósmyndum sem hafa ţá sérstöđu í mínum huga og minningum ađ vera mjög svo “Siglfirskar.”

Ţađ er oft einkennilegt ađ hitta fólk út um allt land og hingađ og ţangađ um heiminn og ađ eftir ađ mađur hefur kynnt sig sem Siglfirđing ađ fá ađ heyra ađ foreldrar eđa afi og amma hafi haft tengsl viđ ţennan fallega fjörđ á síldarárunum á einhvern hátt.

Ađ Sigló hafi einu sinni veriđ “nafli alheimsins” tengist náttúrulega ţessari sögu síldarinnar en í mínum huga eru ţađ ekki bara minningar sem tengjast ţeirri sögu, heldur líka sú stađreynd ađ margt og mikiđ er svo ótrúlega sérstćtt í sögu Siglufjarđar og sumt er hreinlega erfitt ađ útskýra fyrir utanbćjarfólki. Eins og t.d. snjómagniđ, vegleysa, samgönguerfiđleikar, einangrun, snjóflóđahćtta og hafís.

Í leit minni í ljósmyndasafninu hef ég oft dottiđ niđur á myndir sem minna mig á ţetta sérstćđa viđ ađ vera fćddur og uppalin á Siglufirđi, ađ hafa upplifađ tveggja vikna einangrun ţar sem ţađ var ekki til mjólk í bćnum vegna ófćrđar, hafís lá ţétt ađ ströndinni og ekki einu sinni Drangur komst í bćinn. 

Ekki fyrir svo löngu síđan vorum viđ sem munum svona tíma ađ hlćja ađ Reykvíkingum sem fengu smá “föl” á sig eina nótt eđa svo sem gjörsamlega sló ţessa borg út af laginu í fleiri daga á eftir. Ég man ekki til ţess ađ viđ vćrum eitthvađ ađ kvarta yfir snjóţyngslum og einangrun, ţetta var bara hluti af ţeim hversdagsleika sem mađur bjó í og sem barn og unglingur gerđi mađur bara eitthvađ spennandi úr ţessu í stađinn.

Renndi sér á skíđum ofan á nýföllnum snjóflóđum, notađi ísjaka sem fleka, stökk niđur af Mjölhúsinu í risastóra mjúka skafla, hjálpađi ömmu sinni viđ ađ moka sig út úr húsinu sínu eđa svo fór mađur út međ skóflu og bjó sér til eigin skíđastökkspall. En skíđastökk er reyndar íţrótt sem var mjög svo einkennandi fyrir Siglufjörđ og Ólafsfjörđ.

Á fallegum sól og snjóríkum vordögum stóđum viđ stundum fyrir utan Barnaskólann og sungum í kór:

Meistari Hlöđver, meistari Meistari Hlöđver.....gefđu okkur FRÍ ”........ og viđ fengum oft frí.

Ţađ er einnig eftirtektarvert ađ ţegar mađur gengur um Siglufjörđ ţá getur mađur enn í dag séđ ţađ “mikilmennskubrjálćđi” og ţá ofurtrú á framtíđina sem silfur hafsins gaf okkur í götuskipulagi og byggingum.

Náttúran sem var svo hörđ viđ okkur, gaf okkur líka mikiđ og enginn vildi trúa ţví ađ ţetta myndir nokkur tímann hafa ţann endir sem kom ađ lokum og kostađi okkur 30 ár af niđurníđslu međ rotnandi og grotnandi bryggjum og brökkum sem eingin átti og vildi eiga lengur. En ţađ var líka ćvintýratími fyrir mig og marga ađra en ţađ er nú önnur saga og hún kemur seinna.

 Götulífsmynd úr stórborg ?.....nei bara götuhorn á Sigló sem er höfuđborg síldarinnar

En viđ skulum byrja ţessa löngu ljósmyndasögu međ “stórborgarbrag,” ţessu magnađa miđbćjarskipulagi međ torgi, stórri kirkju sem sem blasir viđ endann á steinsteyptri AĐALGÖTU og götuskipulagi sem minnir á New York. Ţegar ég var barn og fór í heimsóknir í önnur minni bćjarfélög á Íslandi fannst mér ađ ţau vćru “ómerkileg” og smábćjarleg miđađ viđ Sigló. Gat spurt svona “hrokafullra” spurninga eins og: “Hvar er miđbćrinn ? Ađalgatan ? Bíóiđ? Var svo vanur viđ verslunargötur og miđbćjarlíf.  

Muniđ ađ ţessar myndir eru EIGN Ljósmyndasafns Siglufjarđar og ţađ má alls EKKI bara taka ţessar myndir í leyfisleysi og birta hvar sem er.

Hafiđ samband viđ Síldarminjasafniđ: sild@sild.is eđa í síma 467 16 04.

Og eins og áđur eru textar viđ sumar af myndunum lánađir frá Steingrími og öđrum sem hafa sent inn upplýsingar um myndirnar. Ég hef einnig lagfćrt allar myndirnar til ţess ađ ţćr geri sig betur í birtingu á skjá.

Muniđ eftir Páskaljósmyndasýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggđar.

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggđar heldur sína árlegu páskasýningu í Bláa húsinu viđ Rauđkutorg.

Sýningin hefst fimmtudaginn 13.04.2017 kl. 14.00 og lýkur sunnudaginn 16.04.2017 kl. 17.00. Opiđ er ţessa daga frá 14.00-17.00.

Í ár taka 16 félagar ţátt í sýningunni og er hún fjölbreytt og skemmtileg ađ vanda. 

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson
Hótel Hvanneyri - Sparisjóđur Siglufjarđar -Byggt áriđ 1936, af Karli Sturlaugssyni fyrir Sparisjóđ Siglufjarđar.

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson. Beđiđ eftir Morgunblađinu, sem kom međ rútunni frá Reykjavík og afgreiddur var í Ađalbúđinni seint um kvöld. Slíka sjón mátti sjá nćstum ţví á hverju kvöldi. Stundum ţegar ófćrt var yfir Skarđiđ bitnađi ţađ auđvitađ á Siglfirđingum ţ.e. ţegar loksins var orđiđ fćrt aftur ţá kom rútan međ Moggann fyrir marga daga og stundum fyrir heila viku.

Hér er einnig hćgt ađ sjá "stórborgarhugmynd" sem aldrei varđ neitt úr, en samkvćmt teikningum átti "Ađalbúđin" ađ verđa ţriggja hćđa hús og ţessi upphćkkun međ ţessum steypumótum sást ţarna í áratugi. Ţađ er einnig skemmtilegt fyrir mig ađ sjá ţessa mynd vegna ţess ađ ţarna sést minn fyrsti bíll sem var gulur WV Valiat sem ég keypti af Ásgeir í Versló. 

 Ungur drengur međ grjót sem spýtist undan vörubíl og inn um gluggann á Ađalbúđinni og endađi ofan á afgreiđsluborđinu án ţess ađ borga fyrir sig.

Alskyns verslanir smáar og stórar voru til út um allan bć og oft var hörđ samkeppni um kúnnana.

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson. Jóla-auglýsing: Kjötbúđ Siglufjarđar, árleg uppákoma sem bćđi fullorđnir og börn biđu eftir ár hvert. Líklegast er ţađ Pétur Baldvinsson sem er í hlutverki jólasveinsins. 

Kjötbúđ Siglufjarđar, árleg uppákoma sem bćđi fullorđnir og börn biđu eftir ár hvert Hátalari var utandyra til ađ heyrđist til jólasveinsins sem lék á alls oddi í tali og hreyfingum. Kjötbúđin var til húsa í Ađalgötu 32.

 N.L.F.S og Litla Búđin viđ Suđurgötuna.

 Ţađ var alltaf ókeypis í bíó fyrir börn á sumardaginn fyrsta.

  Carl Jóhann Lilliendahl sendi inn upplýsingar 17. júní 2009"Lokađ 16. júní" Ţetta var "dćmigerđ" auglýsing ef svo má segja hjá Bjarna í Brennivínsbúđinni á Sigló ađ stundum gerđist ţađ, ađ um leiđ og búiđ var ađ loka búđinni kl. 18:00 15. júní var sett upp auglýsing á hurđina "Lokađ 16. júní" og fannst ţetta mörgum kvikindislega gert og ţá var nú aldeilis grátur í bćnum.

"Myndin af ţessari auglýsingu er trúlega út af öđru tilefni. Ţó gćti hún líka átt viđ 17. júní ţótt ekki sé minnst á ţađ sérstaklega. Ţannig var nú "áfengis" tíđarandinn ţessa daga (kringum 1960 o.ţ.u.b.). Viđvót frá SK; Nćr undantekningarlaust var samsvarandi auglýsing sett upp vegna landlega, sérlega ţegar bátarnir höfđu veriđ ađ veiđum í nánd viđ Siglufjörđ og búist viđ fjölda skipa vegna brćlu. Ţetta var gert vegna kröfu bćjarfógeta. (CJL & SK)"

 Mjólkurbúđ.  Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson. Frá vinstri : Elín Gestsdóttir og Jóhanna Eiríksdóttir.

Og ađ sjálfsögu var seld "Hólsmjólk" úr eigin mjólkurbúi Siglufjarđar, man eftir ađ hafa fariđ međ mömmu međ brúsa ađ kaupa mjólk og minnist ţess hvađ mér fannst ţetta hrein og flott flísalögđ búđ. Eitthvađ svo nýtískuleg.

 En stundum var mađur áminntur um ađ ţetta var sjávarţorp og ţá voru fluttir bátar niđur ţessa flottu götu. Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson. Bátur á ferđalegi frá "Skipasmíđastöđ Sćmundar Jónssonar", sem stađsett var uppi í fjalli, í Hvanneyrarhlíđinni.

 Séđ upp Ađalgötuna, í vesturendanum blasir viđ risastór kirkja og í austurendanum söltunarplan og glćsilegur hrađbátur viđ bryggju.

Örlygur sendi inn upplýsingar 25. desember 2008: Hrađbátur. Ţetta er líklega hrađbátur sem amerísku hermennirnir á Siglunesi notuđu á ferđum á milli kaupstađarins og ness í heimstyrjöldinni síđari. Hann tók 10-15 menn og gat veriđ um 15 mínútur á milli. Lá viđ alvarlegu slysi einu sinni um borđ í bátnum ţegar ţrír hermenn sátu fastir í honum í aftakaveđri - komust hvorki í land né inn í fjörđ. Báturinn barđist um á bólinu og Siglnesingar gátu enga björg veitt. Ţeim var síđan bjargađ af stórum bát daginn eftir og komiđ á sjúkrahús ađframkomnum af vosbúđ. Gunnar Halldórsson síldarsaltandi keypti bátinn af Könunum ţegar ţeir fóru 1945. 

Og ađ sjálfsögđu voru allar almennilegar verslanir međ sendla.

 Ljósmyndari: Ókunnur. Vilhjálmur Sigurđsson situr og Matthías Jóhannsson á hjólinu, en Alfonshúsiđ í baksýn.

Ljósmyndari: Gestur H Fanndal. Steingrímur Kristinsson 12 ára (1947) ţá sendill hjá Gesti.

Glćsileg og litrík timbur og bárujárnshús hafa alltaf veriđ ađalsmerki Siglufjarđar.

 Ljósmyndari: Ókunnur. Landmarkshús, viđ Hafnargötuna og hús á eyrinni međ silfurlitađ "bárujárn" af fínni gerđ.

 Gránuhúsiđ stóra viđ Hafnarbryggjuna.

Ţetta stóra fjögra hćđa timburhús var “draugahús” í ćvintýraheimi barna og unglinga bćjarins og ţađ var mikiđ “manndómspróf” ađ ţora ađ fara einn í myrkrinu uppá 4 hćđ og ganga alla leiđ ađ Skóger skipslíknesinu sem var heygt á hálsinum ţarna uppi, yfirleitt voru ţeir eldir búnir ađ fara á undan og fá líkneskiđ í sveiflu áđur en mađur kom upp. Lögreglan komst ađ ţessum leik og líkneskiđ stóđ lengi í kjallaranum á lögreglustöđinni áđur en Örlygur bjargađi ţví til sín suđur í Síldarminjasafn.

 En svo voru til svona "Hobbitahús" líka. 

 Mjölhúsiđ var lengi vel stćrsta bygging Íslands. Í dag stćrsti "geymsluskúr" landsins.

Mér hefur stundu dreymt um ađ ţarna vćri kannski hćgt ađ setja límtrésburđarboga međ dúkklćđningu inní ţetta hús og hafa ţar knattspyrnućfingar og hljómleika.  

 

Ađ fara í útskipun á mjöli var nokkuđ sem gaf góđan pening fyrir unga skóladrengi, akkorđ yfir eina helgi og unniđ allan sólarhringinn ţangađ til lestar skipsins voru fullar. Ţađ var verst ađ vera í lestinni og bera 50 kg mjölpoka undir lunningin. 

 Siglufjörđur átti eigin Rafstöđ og Virkjun inn í Fljótum.

Myndir og viđtal viđ fólkiđ sem á Rafstöđina í dag.

 Ljósmyndari: Margrét Steingrímsdóttir.  Sundlaug. 

Glćsileg 25 m innanhússundlaug međ áhorfendastúku, seint á hverju hausti var sett gólf yfir laugina og sundhöll breyttist í íţróttahöll. 
Man ađ viđ félagarnir í Sundfélagi Siglufjarđar SS, vorum á sundćfingum á ţurru landi og um voriđ ţegar laugin kom undan gólfinu lá okkur á ađ komast í form og ţá var mađur daglega međ krampa í öllum kroppnum í 2 mánuđi. Svo kepptum viđ viđ Sundfélagiđ Óđinn frá Akureyri og unnum ţá oftast ţrátt fyrir ađ ţeir ćttu bćđi litla heilsárslaug og flotta útisundlaug.  

 Frćgur kór í söngferđalagi í Frakklandi. Ljósmyndari: Ókunnur.
Kórfélagar Karlakórsins Vísir í Frakklandi. Frá vinstri : ?, Óli Geir Ţorgeirsson, Helgi Hallsson, Sveinbjörn Tómasson, Anna Lára Hertevig, Sigţór Erlendsson, Guđmundur Ó. Ţorláksson, Steingrímur Kristjánsson, Sigurđur Gunnlaugsson, Gísli Ţorsteinsson, fyrir aftan Gísla er Elías Ţorvaldsson ?, Ţórđur Kristinsson, Árni Th. Árnason og Jónmundur Hilmarsson

 Hippar bćjarins voru međ ćfingaađstöđu í Ćskulýđsheimilinu og ţetta eru ţeirra 9 Bođorđ. Veit ekki hvort ţetta yrđi samţykkt af ćskulýđsfulltrúum Siglufjarđar í dag. 

 Svo enda alltaf Siglfirđingar áriđ međ glćsilegum jólaljósum og Norsku jólatré á Torginu og ljósum í Hvanneyrarskál, áramótabrennum og flugeldasýningum út um allan bć.

Ţetta er sá árstími sem flestir brottfluttir hafa sem mesta heimţrá.

Samgöngur, snjóţyngsli, skíđastökk, hitaveituvandrćđi og fl.

Fyrir utan texta sem kemur frá myndalýsingum úr Ljósmyndasafi Siglufjarđar mun ég notast viđ lítinn hluta úr kafla úr bókinni “Vind över Island” frá 1954 eftir Jöran Forsslund sem ég hef nýlega lokiđ viđ ađ ţýđa međ góđri hjálp frá okkar mikla Síldarsögu snillingi honum Örlygi Kristfinnssyni.
Ţessi kafli heitir: “Síldin gerir lífiđ eitthvađ svo spennandi” og hann fjalar ađ mestu leyti um heimsókn Jörans til Siglufjarđar og hans lýsingar af samgöngum og snjóţyngslum og fl. og segir allt um okkar fallega fjörđ, séđ međ hans sćnsku augum.

Eins og áđur var sagt er ađalverkefni Snarfaxa ađ sinna áćtlunarflugi á milli Akureyrar sem er höfuđborg Norđurlands og Siglufjarđar sem er örsmá útgáfa af Klondyke síldarinnar.

 Strákafjall, séđ inn Siglufjörđ. Strákagöng voru opnuđ 1967.

Nokkrum dögum seinna er ég aftur kominn um borđ í Snarfaxa og ţegar Siglufjörđur birtist loksins í rigningarmóskunni, hugsar mađur:

“Ţetta er algjört brjálćđi,.......hér geta ekki flugvélar lent,.....nei, nei,........ţađ er algjörlega útilokađ.”

Mađur sér inn í ţröngan fjarđarbotninn og ţar liggja bátar hliđ viđ hliđ, svo margir ađ möstrin eru eins og ţéttur skógur fyrir utan lítinn bć međ háa verksmiđjuskorsteina á lítilli eyri sem sem er umkringd ţverhníptum himinháum fjöllum, hversu há ţau eru er ekki hćgt ađ sjá vegna ţokuslćđings sem hylur toppana.

Mér líst ekkert á ţetta og ţrátt fyrir ađ ég sé gamall reyndur áhugaflugmađur er ég gjörsamlega ađ fara af taugum ţegar vélin flýgur inní fjarđarbotninn og stímir fyrst beint ađ einum klettaveggnum og leggur sig síđan á hliđina í krappri beygju og ţá birtist nćsti klettur og síđan sá ţriđji. Í ţessari stund var ég svo hrćddur ađ ég efađist um ađ ég fengi nokkur tímann ađ sjá mitt gamla góđa Sverige aftur.

En áđur en ég náđi ađ hugsa meira út í ţađ ţá finnur Snarfaxi auđan blett í bátaskóginum og lendir međ sjóinn frussandi í allar áttir og hćgir síđan á sér eins og ekkert hafi í skorist .

Flugstjórarnir Ađalbjörn og Kristján kinka kolli til mín framan úr stjórnklefanum og ţeir eru svolítiđ hissa á ţví hvađ ég er fölur í framan.
Ţađ er fyrst núna sem ég skil hversu ótrúlega duglegir íslenskir flugmenn eru. Ţeir ţekkja sína firđi og fjöll eins og buxnavasana sína.

 Ljósmyndari:Ókunnur

Myndir af annarri sögufrćgri sjóflugvél hér.

Myndin er af flugbát, annađ hvort af gerđinni Catal eđa Gruman. Vegna skorts á flugvöllum á landinu var gripiđ til ţess ráđs ađ kaupa sjóflugvélar sem höfđu veriđ í notkun í stríđinu. Fyrsti Gruman Goose flugbátur Loftleiđa kom til landsins haustiđ 1944. Áriđ 1944 keypti Flugfélag Íslands Catalina flugbátinn TF-ISF, sem var stćrsta flugvél íslenska flotans og gat tekiđ 22 farţega. Áćtlunarflug frá Flugfélagi Íslands var yfir sumartíma til Siglufjarđar á hverjum degi og stundum oft á dag, ţegar var sem fjölmennast í bćnum (10.000 manns) á síldarárunum. En yfir veturinn voru farnar 2-3 ferđir í viku. Fariđ var međ farţegana í bát frá Leyrunum og einnig frá annlegginu (sem svo var kallađ, einhverskonar flotbryggja) og út ađ flugbátnum. Til gamans má geta ađ fyrsta farţegaflugiđ innanlands var fariđ 4. júní 1928 frá Reykjavík til Akureyrar međ viđkomu á Ísafirđi og Siglufirđi.

Ţađ er líka hćgt ađ komast landleiđina til Siglufjarđar á nýlögđum vegi sem liggur yfir 600 metra hátt fjallaskarđ. Vegurinn hlykkjast upp og niđur brattar fjallshlíđar og á stuttum kafla er vćgast sagt hrikalega hátt niđur ţegar mađur kíkir út fyrir vegkantinn. Ţetta myndi nú ekki kallast góđur vegur á sćnskan mćlikvarđa en hann dugir og kemur ađ góđum notum hér, ţrátt fyrir ađ bílferđ frá Akureyrir taki ađ minnsta kosti 4  tíma ef allt gengur vel. Flugiđ hingađ tók bara tćpar 20 mínútur.

Ţađ var ekki fyrr en um mánađarmótin júní júlí sem hćgt var ađ opna Skarđsveginn og ţá var notuđ stór jarđýta sem ţurfti ađ éta sig í gegnum 7 metra háa snjóskafla. 

Einn morgun ţann 22 júlí ţegar ég var staddur ţarna vakna ég umkringdur af hvítum fjöllum. Ţađ hafiđ snjóađ svo mikiđ um nóttina ađ ţađ varđ ađ setja snjókeđjur á áćtlunarbílinn ţrátt fyrir ađ veghefill fćri á undan. 

Kringum 10 mánuđi á ári er ţessi vegur lokađur vegna snjóţyngsla. Áćtlunarflugiđ fer ţegar veđur leyfir allt áriđ og strandskip kemur nokkrum sinnum í viku en ţćr ferđir eru líka háđar veđri, vindum og hafís.

 Skarđsvegur var formlega opnađur 1946.

 Skarđiđ, (Fljótamegin) Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson. Vinna viđ háspennumastur ofan viđ Siglufjarđarskarđ

 Ljósmyndari: Kristfinnur G. Vinnubúđir í Skarđinu.

Frá miđjum nóvember sér ekki til sólarinnar í 9 vikur, hún hefur ekki orku til ađ hefja sig alla leiđ yfir fjallagarđinn mikla sem felur ţennan fjörđ og hún er löngu sofnuđ áđur en hún kemst alla leiđ norđur fyrir til ađ skína inn fjarđarkjaftinn. 

Í janúar ţegar blessuđ sólin kíkir loksins yfir fjallatoppana ţá fá sér allir kaffi og rjómapönnukökur. Sólin verđskuldar sína eigin hátíđ á Siglufirđi.

Á sumrin er síldin drottning og ţađ sem eftir er árs er vetur konungur allsráđandi međ snjó og myrkri.

 Mynd 1. Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson, hauskúpa varar viđ hćttulegum vegi, Eđa ?

Mynd 2
Ljósmyndari: Líklega Salbjörg Jónsdóttir. Skarđsvegurinn er svo hćttulegur ađ ţađ ţurfti ađ hafa slysavararskýli efst í Skarđinu. Á myndinni er afi minn (Jón Ólafur Sigurđsson) og amma (Unnur Möller) og föđursystir mín hún Brynja Jónsdóttir og eiginmađur hennar Hallgrímur Jónsson frá Akranesi. Eldri kona lengst til vinstri er líklega móđir Hallgríms.  

Innarlega í firđinum er rekur bćjarfélagiđ mjólkurbú međ 80 kúm sem sjá börnum bćjarins fyrir nýrri mjólk allt áriđ.  
En ţrátt fyrir ađ ţetta mjólkurbú sé ađeins í ţriggja km fjarlćgđ frá bćnum gerist ţađ stundum ađ ekki er hćgt ađ flytja mjólkina í bćinn vegna snjóţyngsla. Hjörtur Hjartarson sem er kaupfélagsstjóri (í ţetta skiptiđ sem ég heimsćki Siglufjörđ) sagđi mér ađ sonur hans hafi haft ţađ gott í vetur, hann ţurfti ekki ađ ganga niđur stigann heima hjá sér til ţess ađ fara út ađ leika sér. Nei, hann renndi sér á rassinum á snjókafli út um gluggann á annarri hćđ.

Eftir ađ síldarvertíđinni lýkur er um stuttan tíma atvinna viđ ađ hugsa um síldartunnurnar sem saltađ var í um sumariđ. Ţađ ţarf ađ nostra mikiđ viđ ţćr, snúa ţeim reglulega og pćkla. (fylla á međ saltlausn)

En eftir ađ síđustu tunnunum er skipađ út seinna um haustiđ leggst  bćrinn í vetrardvala.  Margir fjölskyldufeđur verđa nú ađ gera sig klára í ađ fara úr bćnum áđur en snjóţyngslin hindra ţá í leit sinni ađ vetrarvinnu víđsvegar um landiđ. Um veturinn er ekki mikla atvinnu ađ fá hér fyrir ađra en bćjarstarfsmenn og verslunarfólk.

Vetraratvinnuleysi er stórt vandamál hér á Siglufirđi og ekki bćtir úr ef sumariđ er lélegt síldarsumar og enginn kostur á ađ leggja pening til hliđar, pening fyrir langan og erfiđan vetur.
Margir sem hafa byggt sér og sínum hús hér í bć, reyna nú ađ selja eignir sínar til ţess ađ geta flutt í burtu, en hver vill svo sem kaupa hús hér og flytja hingađ ?

En sumariđ kemur nú samt til Siglufjarđar. 

Í fjallahringnum má sjá silfurlitađa lćki vaxa og glitra í sólskininu sem flćđir um grćn engi og tún og snjóskaflar í skálum og giljum bráđna og mynda ţessa silfurlćki sem hjálpa til viđ ađ undirstrika blámann í snjónum.

Og í júlí vaknar Siglufjörđur og ţá fyrst byrjar alvara lífsins sem gleypir allt og alla.

Ég hverf beint inn í ţennan ćvintýraheim. 

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson. Frá vettvangi flugslyss í Hestfjalli í Héđinsfirđi - Doglas C3 (1947)

Sjá grein í DV um ţetta mannskćđasta flugslys Íslands. Harmleikur í Héđinsfirđi.

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson. Drangur ađ koma međ skipverja á Haförninn, ásamt fleiri farţegum

Táknrćnt - Á sama tíma og Strákagöng voru opnuđ međ viđhöfn 10. nóvember 1967, sigldi flóabáturinn Drangur inn Siglufjörđ. En Drangur var áđur ađal samgönguleiđin til Siglufjarđar, ţá 8 mánuđi +/- sem Siglufjarđarskarđ var lokađ vegna snjóa.

 En hvernig og hvenćr komst mađur til baka ?

 Stundum var allt bara frosiđ.

 Ţessi fjörđur fyllist reglulega af sandi og grjóti og dýpkunarskip ţurfa ađ vera stanslaust í vinnu.

Hafiđ er á góđri leiđ međ ađ éta upp allt Siglunesiđ, hvađ gerist ţá međ höfnina sem hingađ til hefur fengiđ skjól frá ţessu nesi ?

 Ţađ var oft rafmagnslaust, en aldrei lengi, ţví viđ áttum vara rafstöđ, en vinnan viđ ađ laga slitnar rafmagnsleiđur upp í Skarđi var sú erfiđasta og versta vinna sem fađir minn lenti í, en hann vann lengi hjá Rarik. 

 
Snjór !

 Hvađ ćtli sé í Bíó í kvöld ?

 Nýja Bíó viđ Ađalgötuna.

 Snjóhús ?

 Slysavarnarfélagiđ ćfir snjóflóđaleit.

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson. Vinnuhópur ađ koma frá Skútudal eftir mokstur viđ hitaveitu skúrana sem lenntu í snjóflóđi.

Á mynd 2 má sjá Valmund Valmundsson og Ingvar Hreinsson Veit ekki hver sá ţriđji er.
Valli og Ingvar ćfđu oft skíđastökk međ mér.

 Hitaveitulagna vinna. 

Ég var ađ vinna viđ ađ grafa skurđi fyrir hitaveiturör út um allan bć og mér fannst ţađ bara gaman, sérstaklega ađ búa til sprengjur úr frauđplastefni sem sem var notađ til ađ loka samskeytunum á milli röranna. Kristján Ludvik Möller var verkstjóri ţetta hitaveitusumar og einn mánudagsmorgun skipađi hann mér og tveimur öđrum ađ grafa ţráđbeinan eins metra djúpan skurđ frá Ađalgötunni og ađ steinsteyptu plani fyrir sunnan Barnaskólann. Ţađ lá á ţessum skurđi svo viđ fengum ţetta á “akkorđi” og máttum eiga frí ţađ sem eftir var vikunnar ađ verki loknu. Stjáni frćndi hefur eitthvađ klikkađ á ţessu og gleymt ađ öll eyrin er bara sandur og viđ fórum heim á ţriđjudaginn kl. 15.00. Hann var ţađ góđur verkstjóri ađ hann stóđ viđ orđ sín ţrátt fyrir ađ hann hafi áttađ sig á mistökum sínum.  

 Ljósmyndari: Óţekktur og skíđastökkvarinn líka.

Ég byrjađ snemma ađ ćfa skíđastökk og var nćstum búinn ađ drepa mig ţegar ég var 10 ára ţegar ég var aleinn ađ stökka á túninu sunnan viđ Hafnartún 6. Datt framfyrir mig viđ lendingu og skar sundur slagćđina á vinstri hendi međ hvassri beygjunni framan á skíđunum. Fannst skrítiđ hvađ mér varđ allt í einu heitt í vettlingnum og ţegar ég tók hann af ţá spýttist blóđ í allar áttir. Hljóp heim og sem betur fer var ţađ ekki langt og pabbi henti mér inní bíl og brunađi uppá Suđurgötu til Sigurđar lćknis ţar sem ég var í áskrift vegna allskyns hrakfara sem eltu mig stanslaust. Ţađ steinleiđ yfir mig á borđinu hjá Sigurđi lćkni og ég man ađ pabbi var svolítiđ fúll yfir öllu blóđinu í bílnum, en samt glađur ađ ég lifđi.

Viđ strákarnir ćfđum skíđastökk í Gryfjunni og ţar mátti mađur passa sig á ađ renna ekki á ţakbrúnina á smurstöđinni sem var ţar fyrir neđan. Man eftir ađ viđ vorum allir á of stórum skíđum sem viđ fengum ađ erfa frá eldri strákum. Man ađ einn félagi minn stökk upp úr skónum ţegar hann ćtlađi ađ taka á loft á pallbrúninni. Skildi skíđi og skó eftir á pallinum og lenti flott á maganum ţremur metrum neđar. 

Viđ ćfđum líka um tíma suđur viđ Steinaflatir og líka í norđurhliđ Hólshyrnunnar um tíma. 

Einn fallegan vordag um miđjan maí vorum viđ Valli og Ingvar ađ ćfa í grjóthörđu hjarni viđ Steinaflatir og síđan vildum viđ vera svakalega kaldir töffarar og stökkva berir ađ ofan og ţađ var auđvitađ bara ég sem datt á vinstri hliđ og ég leit út eins og ađ ég hefđi veriđ dreginn eftir bíl á malbiki. Gat ekki sofiđ í tvćr vikur. 

 Ljósmyndari: Gestur H Fanndal
Veriđ ađ keppa í skíđastökki á Stóra- Bola viđ Leikskála líklegast áriđ 1962.

Ég hef oft haft gaman af ađ segja hrakfara og slysasögur af Jóa Budda (Jóhann er sonur Sigurjóns Jóhanssonar skipstjóra og Ásdísar Guđlaugsdóttur) vini mínum sem var svona álíka kaldur og til í hvađ sem er eins og ég og viđ brölluđum margt saman í skíđatúrum ofan á snjóflóđum og í gilunnum  fyrir neđan Fífladal. Gengum ţarna upp eftir međ skíđin mörgum sinnum á dag. 

En flottasta skíđaslysiđ hans Jóa gerđist nú reyndar á Laugarveginum međ 30 krakka sem vitni einn sólardaginn ţegar allir krakkarnir í suđurbćnum voru úti á skíđum og snjóţotum.

Viđ ţessir köldu byrjuđum í brekkunni norđan viđ húsiđ hjá Ingólfi í Höfn upp á Suđurgötunni og svo stukkum viđ fram af götunni og aftur af Laugarveginum og svo áfram niđur og enduđum í löngu stökki fram af Hafnargötunni.

Ţađ voru alltaf krakkar á vakt á götunni til ađ vara viđ bílum, en einu sinni klikkađi ţetta hjá Jóa Budda sem kom á fleygi ferđ á nýjum Fischer skíđum međ Mark smellubindinga og allt ţađ nýjasta sem til var, viđ hin vorum öll bara međ gamaldags gormabindinga. 

Jói sér ekki bílinn fyrr en of seint en hann var svo heppinn ađ vinstra afturhjóliđ fór yfir bćđi skíđin samtímis og Jói skýst upp úr Mark bindingunum og fer heljarstökk yfir afturendann á bílum og lendir 15 metrum fyrir neđan Laugarveginn. Allir krakkarnir horfa á ţetta međ skelfingu og ţađ mátti heyra saumnál detta í snjóinn svo hljótt var ţađ ţegar Jói lenti á rassinum og allir voru vissir um ađ hann vćri bara dauđur.

En hann stekkur upp eins og skot, snýr sér viđ og ćpir:

Er allt í lagi međ skíđin ????

Hörđ náttúran sendir á okkur flóđ og drulluskriđur

 Ljósmyndari: Ókunnur

Úr safni Sillu - Flóđ á Siglufirđi. séđ upp Ađalgötu Úr safni Sillu - 1934 – Ađfaranótt fyrsta vetrardags, 27. október, gekk mikiđ sjávarflóđ og brim međfram öllu Norđurlandi og olli miklu tjóni. Einna mest tjón varđ á Siglufirđi. "Sjávarflóđiđ var svo mikiđ ađ flćddi yfir nćrri ţví alla eyrina. Gekk sjórinn inn í fjölda húsa svo fólk varđ ađ flýja heimili sín í dauđans ofbođi," segir í Morgunblađinu 28. október. Svo hátt var flóđiđ ađ á Lćkjargötunni "var vatniđ mittisdjúpt". "Í sumum húsum varđ vatniđ svo hátt ađ rúmstćđi flutu upp," segir í Einherja 2. nóvember. Í Siglfirđingi segir 3. nóvember: "Braut sjórótiđ ásamt stórflóđi meirihluta allra bryggja og söltunarpalla á austanverđri Eyrinni og víđar." Morgunblađiđ segir: "Á Siglunesi tók sjórinn alla báta, sem ţar voru, braut nokkur hús og eyđilagđi vergögn." Ennfremur eyđilagđist ţar ný bryggja. Ađrar heimildir herma ađ sjór hafi falliđ yfir Siglunes og ekki munađ miklu ađ bryti ađ fullu burt eiđiđ ţar sem nesiđ er lćgst. Ţá brotnađi einnig norđan af strönd nessins og vestan af ţví. Sagt er frá ţví í Siglfirđingi 1. desember ađ tjón "af völdum veturnóttafárviđrisins" hafi veriđ metiđ og ađ 68 tjónţolar hafi gefiđ sig fram. Ţ. Ragnar Jónasson: Siglfirskur annáll, 1998.

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson. Í miklu aftakaveđri 1982 flćddi sjórinn yfir eyrina og svona var umhorfs í Hvanneyrarkróknum eftir veđriđ, ţar sem grjórhnullungar voru komnir á land og inná Hvanneyrarbrautina.

 Stór drulluskriđa viđ Suđurgötuna.

 Draugur viđ Roaldsbakkann ? Nei....gat á vatnsleiđslu undir bryggjunni.

Pólitískur hiti

 Ţeir á efrihćđinni eru ekki sammála ţeim ţarna niđri. 

 

Siglufjörđur var ţekktur fyrir pólittískan hita og allir flokkar voru međ eigiđ húsnćđi og blađaútgáfu.

Dúfur, kettir og fálkar

 Kristinn Steingrímsson međ fallega tamda dúfu.

Dúfurnar í bćnum hjálpuđu til viđ ađ gefa Siglufirđi ţennan stórborgarbrag, ţćr bjuggu á loftum í mörgum síldarbrökkum bćjarins og ţćr eru örugglega innfluttar, hafa líklega ekki flogiđ hingađ af fúsum og frjálsum vilja.

Villikettir voru líka út um allan bć og blönduđu sig viđ alkyns strokuketti frá síldarbátum sem komu frá öllum heimsins hornum. Ţađ voru mörg merkileg litabrigđi af köttum og ég man eftir einum “albínóa” međ rauđ augu. 

 Dúfur og villikettir

 Ljósmyndari:Kristfinnur Guđjónsson. Fálki á Ljósmyndastofu.

Matthías Jóhannsson, Gísli og Jóhann međ fálka sem kom um borđ í togarann Elliđa SI 1.

Hernám

 Ljósmyndari: Ókunnur

Skotgafir á sunnanverđri lóđ barnaskóla Siglufjarđar.

 Dátar á Sigló.

Höfuborg Síldarinnar, tunnufjöll og bátaskógur

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson. Bátaskógur. 

Landlega, séđ frá borđi Esju viđ Hafnarbryggjuna á Siglufirđi. horft til vesturs. - Á skiltinu ofan viđ dyrnar á horni hússins stendur "Kol og vatn" og "Litla búđin" (fyrra nafniđ virđist hafa veriđ undir en málning flagnađ af og ţví komiđ í ljós)

 Drekkhlađin bátur og tveggja hćđa bryggjur.

 Tunnufjall viđ Sunnubrakkan.

 Fleiri tunnufjöll.

 Strákur ađ vatna tunnur.

 Tunnufluttningar

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson

Haraldur Ţór Friđbertsson verkstjóri á vélaverkstćđi síldarverksmiđjunnar Rauđku - ţarna međ sérstaka smíđi fyrir Aage Schöth vegna perlugerđar úr síldarhreistri.

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson

Sýnishorn af framleiđslu fyrirtćkis Vigfúsar Friđjónssonar á Siglufiđri um 1960 +/- Ţarna er síldarpasta í túbbum, makkarónur og fleira.

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson

Frá bruna Tunnuverksmiđju Ríkisins á Siglufirđi í febrúar 1964.

 Ljósmyndari: Ţórdís Jóhannesdóttir

Fjör á síldarplani.

 Síldarstúlku vinkonur.

 Lifiđ heil 
Nonni Björgvins

Texti: Jón Ólafur Björgvinsson

Myndir: JÓB, og ađrar myndir eru birtar međ leyfi frá Steingrími Kristinnsyni, Ljósmyndasafni Siglufjarđar og fleirum.
P.s. Ég tók mér ţađ bessaleyfi ađ " laga og tjúnna ađeins upp " allar myndirnar svo ađ ţćr  geri sig betur viđ birtingu á skjá. 

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA / Stövtĺg i hembyggden 1.hluti

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 2 hluti, KONUR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 3 hluti, ÖMMUR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 4 hluti. Ljósmyndir (50 st) og LEIKIR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 5 hluti. SKEMMTANALÍF ! Myndasyrpa.   

Göngutúr um heimahaga 6 hluti. LITRÍKIR KARAKTERAR !


Athugasemdir

17.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst