Göngutúr um heimahaga. 9 hluti. ÍŢRÓTTIR OG SKÓLI. (50 MYNDIR)

Göngutúr um heimahaga. 9 hluti. ÍŢRÓTTIR OG SKÓLI. (50 MYNDIR) Manstu ţegar viđ....... segjum viđ oft viđ hvort annađ ţegar viđ hittumst á árgangsmótum og

Fréttir

Göngutúr um heimahaga. 9 hluti. ÍŢRÓTTIR OG SKÓLI. (50 MYNDIR)

Boddi Gunnars, hnefaleikari.
Boddi Gunnars, hnefaleikari.

Manstu ţegar viđ....... segjum viđ oft viđ hvort annađ ţegar viđ hittumst á árgangsmótum og í öđru samhengi ţegar viđ hittum gamla skólabrćđur og systur. Á ţessum árum bindumst viđ oft ćvilöngum vináttuböndum, fylgjum hvort öđru í gengnum lífiđ og ţrátt fyrir ađ mađur hafi ekki hitt sumar persónur í 20 ár eđa meira, líđa bara nokkrar mínútur ţar til ađ allir hafa dottiđ inní ţađ hlutverk sem mađur hafđi í skólanum og sá persónuleiki sem formađist á ţessum árum kemur fram í gleđi og sorg sem viđ deilum og eigum saman um alla ćvi.

Ţađ sama má segja um gamla íţróttafélaga og eilífđarvini sem mađur eignađist í gegnum ţátttöku í íţróttum og allskyns félagsskap sem mađur tók ţátt í.

Ţarna eru líka minningar um fólk sem var okkur fyrirmyndir í lífinu. 
Kennarar, ţjálfarar og ađrir sem trúđu á okkur, studdu okkur og hvöttu okkur til dáđa í launuđum og ólaunuđum störfum. Fólk sem formađi okkur, gerđi okkur ađ manneskjum og formuđu okkar persónuleika miklu miklu meira en viđ kannski gerum okkur grein fyrir.

Ég er öllu ţessu fólki óendalega ţakklátur fyrir ađ hafa aldrei gefist upp og fyrir ađ hafa  trúađ ţví statt og stöđugt ađ ţađ vćri til von um ađ ég yrđi ađ manneskju einhvern tímann seinna í lífinu.

Sumir muna mikiđ og ađrir minna, einn gamall félagi sem ég hitti óvćnt fyrir nokkrum árum man ekki neitt og ađ lokum greip mig sú tilfinning ađ hann vildi ekki muna eftir ţeim tíma ćvinnar ţar sem hann var barnalegur og vitlaus. Nú ţegar hann var orđinn svo vel menntađur, fullorđinn og í virđulegri stöđu, ţá gat ţađ bara ekki veriđ ađ hann hefđi tekiđ ţátt í prakkarastrikum og fíflagangi sem ég mundi svo vel eftir.
Ţetta “minnisleysi” fór ađ lokum alveg ótrúlega í taugarnar á mér ađ ég ćpti til hans:

HVAĐ ??? ER LÍFIĐ BÚIĐ AĐ BERJA ÚR ŢÉR BARNĆSKUNA ???

Hélt síđan einhverskonar rćđu yfir mann greyinu um hvađ mér fyndist ţađ ömurlegt ađ skólakerfiđ sem stanslaust ţvingar í mann stađreynir og gerir allt til ađ viđ hćttum ađ vera barnaleg og rekur úr okkur ímyndunarafliđ og hefur sem sitt eina markmiđ ađ ađ búa til ábyrga og duglega samfélagsborgara sem koma landinu til gagns í framleiđslu verđmćta og svo gleymum viđ ađ búa til almennilegar manneskjur............. Já.... og svo.... hmm.

Áttađi mig síđan á ţví ađ viđ erum líklega jafn ólík eins og viđ erum mörg, reddađi mér fyrir horn og spurđi hann bara um hvađ hann vćri ađ gera í vinnunni, ţví ţađ var greinilega stađreynd ađ allur hans persónuleiki var byggđur á menntun og starfsheiti.
Hann fćddist greinilega 30 ára, fullorđinn og fullkominn. 

 Barnaskóli međ gamalli viđbyggingu      

  • Carl Jóhann Lilliendahl sendi inn upplýsingar 28. júlí 2009

Barnaskólinn á Sigló. Sambyggđa byggingin lengst til hćgri á myndinni er leikfimisalurinn. Hann brann áriđ 1957 eđa 1958. Hann var síđar endurbyggđur og einni hćđ bćtt ofan á og skólastofum fjölgađ eins og skólinn lítur út í dag.

Ţegar foreldrar mínir gengu í ţennan barnaskóla fóru allir í bekkjabiđrađir úti og síđan fengu allir fljótandi lýsi úr tunnu sem stóđ ţarna viđ innganginn. Guđi sé lof ţá var búiđ ađ leggja ţennan ósiđ niđur ţegar ég byrjađi ţarna, viđ fengum lýsispillur međ gulri húđ sem var góđ á bragđiđ, restinni stakk mađur í vasann og henti í nćstu frímínútum. 

Minn fyrsti skóladagur byrjađi ekki beinlínis glćsilega, lenti í slag viđ verđandi bekkjabróđir sem rétt eins og ég var alls ekki til í ađ láta ađra segja sér ađ standa í röđ, sitja ţegjandi og hlusta á fullorđna sem vildu  manni vel. Beit mig fastan á vinstra eyrađ á honum eins og Mike Tyson og sleppti ekki fyrr en Benidikt Sigurđsson sleit mig af eyranu. Mamma ţurfti svo ađ sitja međ ţessu brjálađa barni í skólanum í heila viku.

Hér á eftir koma 50 ljósmyndir úr okkar óendanlega minningarfjársjóđi sem til er í Ljósmyndasafni Siglufjarđar, myndir hef ég valiđ af handahófi í ţema um íţróttir og skóla. Sumar af ţeirri einni ástćđu ađ mér finnst myndin skemmtileg eđa flott og ađrar vegna ţess ađ ţćr sýna okkur fólk sem hefur veriđ mér og mörgum öđrum fyrirmyndir og stórir áhrifavaldar í hvernig mađur hugsar og hvađ manni finnst mikilvćgt í lífinu.

Muniđ ađ ţessar myndir eru EIGN Ljósmyndasafns Siglufjarđar og ţađ má alls EKKI bara taka ţessar myndir í leyfisleysi og birta hvar sem er.

Hafiđ samband viđ Síldarminjasafniđ: sild@sild.is eđa í síma 467 16 04.

Og eins og áđur eru textar viđ sumar af myndunum lánađir frá Steingrími og öđrum sem hafa sent inn upplýsingar um myndirnar. Ég hef einnig lagfćrt allar myndirnar til ţess ađ ţćr geri sig betur í birtingu á skjá.

 ATH:
Gott tćkifćri fyrir alla brottflutta Siglfirđinga ađ hittast og rćđa gamlar minningar kemur núna á sunnudaginn 21 maí í Grafarvogskirkju.  

  Gamli leikskólinn. Ljósmyndari: Jóhann Örn Matthíasson

  Jóhann Ţorvaldsson Skólastjóri Barnaskólans.

Ţessi merkilegi mađur er mér og mörgum minnistćđur, ekki bara  sem kennari og skólastjórinn sem tók viđ af Hlöđver heldur líka frá stúkufundum hjá Eyrarrós og úr sumarvinnu í skólagörđunum og skógrćktinni.  

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson.
Valey Jónasdóttir handavinnukennari. 

Ég var svo heppinn ađ eiga bćđi Valey og Hauk sem nágranna til fjölda ára en ţau bjuggu lengi á sitthvorri hćđinni á Hafnartúni 4.
Lék mér mikiđ viđ börn ţeirra sem voru á svipuđum aldri og ég. Yndislegar persónur og góđir kennarar.

 Ljósmyndari: Steingrimur K.
Haukur Magnússon kennari. 

 Ljósmyndari: Steingrímur K.

Gagnfrćđiskóli Siglufjarđar.

 Ljósmyndari: Kristfinnur G. 
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson Skólastjóri Gagnfrćđiskólans. 

Ţetta er ákaflega skemmtileg mynd af Gunnari Rafn međ slaufu, nýfermdur og líklega ađ spá í sína eigin framtíđ međ glott á vör. Man ekki eftir honum öđruvísi en í jakkafötum međ slaufu í hvert skiptiđ sem hann tók mig á beiniđ inná skrifstofunni sinni. Hann talađi alltaf hćgt og virđulega viđ mig og ég er honum óendalega ţakklátur fyrir ađ hafa hvorki rekiđ mig úr skólanum eđa gefist upp á mér á ţessum árum sem ég hafi hann sem kennara og skólastjóra.

Oftast sagđi hann bara: "Ţú getur ţetta alveg Jón......ţú ert bara latur og ţreyttur unglingur."
Já og ţađ var alveg rétt hjá Gunnari, skil hann betur núna ţegar ég er sjálfur ađ vinna međ lata hormónastýrđa unglinga. 

 Ljósmyndari: Ókunnur. Guđbrandur Magnússon kennari.  
Sigurđur Fanndal sendi inn upplýsingar 13. mars 2009:

Ţarna er Guđbrandur Magnússon kennari og skólastjóri. Myndin er tekin í brekkunni framan viđ hús hans. Hann vann í nokkur sumur viđ afgreiđslu og útkeyrslu hjá Birgi Runólfssyni, vöruflutningum. Ţarna situr hann á 3ja hjóla ,, útkeyrslu - vespu " Birgis. Mjög merkilegt farartćki.

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson

Hafliđi Guđmundsson stćrđfrćđikennari.

  Ljósmyndari: Ókunnur.

Hinrik Ađalsteinsson kennari.

  Ljósmyndari: Hinrik Andrésson

Til vinstri Gránugata 14, ţar bjó Friđrik Guđjónsson, síđar var verkalýđsfélagiđ Vaka ţarna međ skrifstofu, einnig var Tónskóli Siglufjarđar ţarna til húsa. Til hćgri er Kaupfélagsbrakkinn.

  Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson

Gerhard Schmidt, ísl nafn: Geirharđur Valtýsson, f.v. söngstjóri Karlakórsins Vísis og skólastjóri Tónskóla Siglufjarđar.

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson

Elías Ţorvaldsson skólastjóri Tónskóla Siglufjarđar.

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson

Helgi Sveinsson leikfimiskennari og íţróttafrömuđur.

Sem einhverskonar millistig frá skólamyndum og yfir í íţrótta myndir og minningar er mjög svo viđ hćfđi ađ nefna Helga Sveins og Regínu Guđlaugs sem kenndu okkur leikfimi og voru einnig viđlođinn allt mögulegt varđandi uppbyggilega starfsemi fyrir fólk á öllum aldri.
Fimleikasýningar FF voru frćgar um allt land og hver man ekki eftir glćsilegum sýningum á skólabalanum á 17 júní hátíđum bćjarins.

Minnist ţess einnig hversu mikiđ var lagt í leikfimi og fimleikasýningar á hverju vori út í Sundhöll. Allir í hvítum leikfimisfötum, hoppandi í takt.

  Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson

Regína Guđlaugsdóttir leikfimiskennari og íţróttafrömuđur.

 Fimleikasýning á 17 júní.

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson

Efri röđ (frá vinstri) Reynir Árnason, Helgi Sveinsson, Jósef Flóventsson, fremri röđ: Jeppen Erikson. Til gamans má geta ađ merkiđ ţýđir: Frískur, frćgur, frćkinn,frjáls.

 Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson

Frá vinstri- Svava Gunnlaugsdóttir, Ásta Ţorvarđardóttir, Dorothea Einarsdóttir, Regína Guđlaugsdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Halldóra Hermannsdóttir (Dodda) Ásdís Jónasdóttir, Hjördís Stefánsdóttir. (ţćr eru eitthvađ í kringum 15 ára ţarna) GS (Gagnfrćđiskóli Siglufjarđar)

 ljósmyndari: Steingrímur K
leikfimissýning í Sundhöllinni. 

 ljósmyndari: Kristfinnur G.
Einar Hermannsson fimleikakappi međ gríđarlega flott bindi. Ţađ verđur ađ segjast eins og ţađ er: SUMIR ELDAST EKKI....

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson

Árdís Ţórđardóttir (Dísa Ţórđar skíđadrottning)

  Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson

Jóhann Vilbergsson skíđakóngur.

 Ljósmyndari:Steingrímur Kristinsson

Birgir Guđlaugsson íţróttakappi.

 Ljósmyndari: Steingrímur K.

Mundína Bjarna og Brynja Óla gönguskíđa og sunddrottningar Siglufjarđar.

 Ljósmynd: Steingrímur K.
Gönguskíđapar. Maggi Eiríks og Gunn-Óla.

 ljósmynd: Steingrímur K

Skíđamót í vitlausu verđri. Takiđ eftir dráttavélinni á beltum og aftan á henni er skíđalyfta bćjarins. 

 Dráttarvélarskíđalyfta.

 Ljósmynd: Steingrímur K.
Kristín Ţorgeirsdóttir skíđadrottning í svakalegri flottri peysu. 

 ljósmyndari: Steingrímur K.

Birgir Gunnarsson gönguskíđakappi. Í sumum ćttum eru til fleiri ćttliđir af frćgum íţróttakörlum og konum.

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson

Steingrímur Garđarsson skíđakappi.

Minnist ţess ađ hvađ ég dáđist ađ ţessum manni og ég man einnig eftir ađ hafa séđ hann keppa í skíđastökki upp í Hvanneyrarskál í harđri samkeppni viđ Björn ţór Ólafsson. Mig minnir ađ Steingrímur hafi slasast illa í ţessari keppni.

 Ljósmyndari:Steingrímur Kristinsson

Helgi Magnússon, Sverrir Sveinsson, Freyr Sigurđsson og Hilmar Ágústsson, alltaf tilbúnir í sjálfbođavinnu í öllum mögulegum íţróttum.

  Ljósmyndari:Steingrímur Kristinsson

Fleiri sjálfbođaliđar.

Frá vinstri: Ómar Möller, Hannes Olgeir Helgason, Helgi Antonsson, Birgir Vilhelmsson, Erlingur Jónsson, Páll Helgason, Jón Dýrfjörđ, Ţórđur Jónsson og Friđrik Hannesson.

 Ljósmyndari:Steingrímur Kristinsson

Kristinn Georgsson og Hanna Stella Sigurđardóttir skátafrömuđur.

  Ljósmyndari: Kristfinnur Guđjónsson

Jónas Ásgeirsson Skíđakóngur.

 Ljósmyndari: Guđný Ósk Fririksdóttir

 Eggert Ólafsson ( Eggert í Bakka ) Ţess má til gamans geta ađ Friđrik í Bakka smíđađi skíđastafina.

Ţessi yndislegi mađur var svo sem ekki frćgur fyrir íţróttir en ég kynnist honum vel ţegar hann vann međ föđur mínu í Sigló síld. fannst ţetta bara svo skemmtileg skíđamynd og svolítiđ svona ađ ţađ ţurfa ekki allir flottar grćjur til ađ fara á skíđi.

 Ljósmynd: Steingrímur K.

Sjóskíđastúlka. Ţetta er örugglega ein af dćtrum Ţórđar í Hrímni.

 ljósmynd: Steingrímur K.

KS leikur á gamla malarvellinum.

 Ljósmynd: Steingrímur K.

Ég veit ađ ţetta er líklega sameiginleg ćfing hjá ţriđja og öđrum flokki í lok 1970. Svona leit malarvöllurinn oft út á vorćfingum ţegar búiđ var ađ taka gólfiđ af sundlauginni og viđ hćttir ađ geta ćft inni. Völlurinn grafinn upp, viđ gengum međ haka og járnkarla og brutum ís í fleiri daga. 
Síđan bráđnađi allt saman og vatniđ komst ekki neitt og úr ţessu varđ snjóblandađur drullugrautur sem viđ ćfđum í fleiri vikur áđur en ţađ varđ fótboltavöllur úr ţessu. En eingin var svo sem ađ klaga. Ţetta var bara svona og viđ ţekktum ekkert annađ.

  Ljósmyndari:Ókunnur

Ottó Jörgensen "markvörđur", í gamansömum fótboltaleik. 

 Ljósmyndari:Kristfinnur Guđjónsson

Knattspyrnufélag Siglufjarđar -- Myndin er sennilega tekin áriđ 1950 - vantar nöfn ?

 Ljósmyndari: Erla Svanbergsdóttir Berg: Erla sendi inn upplýsingar 28. apríl 2010

Fyrirtćkjakeppni: Ţarna var keppt í knattspynu,fyrirtćkjakeppni,slíkt var gert í nokkur ár. Efri röđ:Ţorsteinn Haraldsson,Birgir Guđlaugsson,Ágúst Stefánsson,Ţorsteinn Jóhannsson,Guđmundur Ragnarsson,Hjálmar Jóhannesson,Rafn Elíasson Neđri röđ:Skúli Jónsson,Hallgrímur Vilhelmsson,Birgir Eđvaldsson,Ţorleifur Haraldsson,Birgir Óla (Óla Geirs)

 ljósmynd: Steingrímur K.

Mark Duffield knattspyrnukappi tekur viđ viđurkenningu frá Sigurjóni Erlends frćgur ţjálfari og íţróttafrömuđur og Guđmundur Skarphéđinsson sem lengi vel hefur veriđ allt í öllu í félagsmálum Siglufjarđar. Í bakgrunninum er líklega sonur Bjarna Harđar og Möggu.

 Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson

Babningtonleikur í Síldarţró SR-30.

Ég var einu sinni ţjálfari fyrir kvennahandboltaliđ og viđ ćfđum handbolta í ţessari ţró eitt eđa tvö sumur.

 ljósmynd: Steingrímur K.

Ţórđur Björnsson.

 Ljósmyndari: Guđný Ósk Friđriksdóttir

 

Stúlkurnar okkar í handbolta aftari röđ frá vinstri: Árdís Ţórđardóttir, Jóhanna Helgadóttir, Ţórunn Ţórđardóttir, Ester Bergmann, Ingibjörg Daníelsdóttir. Fremri röđ frá vinstri: Erna Erlendsdóttir, Hilla, Gurra Erlendsdóttir, Kristbjörg Eđvaldsdóttir, Sigríđur Ţórdís Júlíusdóttir. Myndin er líklega tekin í kringum 1964-1965.

 ljósmynd: Steingrímur K.

Fjćr: Kristján Kristjánssson og Eyţór Haraldsson spila borđtennis í kjallaranum í Ćskó.

 Ljósmyndari: Guđný Ósk Friđriksdóttir

Hestamennska er íţrótt líka. Guđbjörg Friđriksdóttir (Gugga) á gamla Grána.

 Ljósmyndari: Margrét Steingrímsdóttir

Guđni Ţór Sveinsson kraftakarl.
p.s. allir í eins peysum nema Leó Óla sem er međ annađ munstur sem var í tísku hjá Brekkuguttum. 

 Ljósmynd: Steingrímur K.
Og ţeir sem nenna ekki ađ elta bolta og renna sér á skíđum stunda sínar íţrótt sitjandi.

Lifiđ heil 
Nonni Björgvins

Texti: Jón Ólafur Björgvinsson

Myndir: JÓB, og ađrar myndir eru birtar međ leyfi frá Steingrími Kristinnsyni, Ljósmyndasafni Siglufjarđar og fleirum.
P.s. Ég tók mér ţađ bessaleyfi ađ " laga og tjúnna ađeins upp " allar myndirnar svo ađ ţćr  geri sig betur viđ birtingu á skjá. 

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA / Stövtĺg i hembyggden 1.hluti

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 2 hluti, KONUR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 3 hluti, ÖMMUR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 4 hluti. Ljósmyndir (50 st) og LEIKIR

GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 5 hluti. SKEMMTANALÍF ! Myndasyrpa.   

Göngutúr um heimahaga 6 hluti. LITRÍKIR KARAKTERAR !

Göngutúr um heimahaga, 7 hluti, SIGLFIRSKT ! 80 myndir

Göngutúr um heimahaga, 8 hluti, NIĐURNÍĐSLA. (35 myndir)


Athugasemdir

01.október 2023

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst