Álfhóll á Hólsárbakka við flugstöðina

Álfhóll á Hólsárbakka við flugstöðina Við hólinn Álfhól eru sögusagnir um að bundin séu honum forn álög. Á Álfhóli er útsýnisskífa með helstu örnefnum í

Fréttir

Álfhóll á Hólsárbakka við flugstöðina

Við hólinn Álfhól eru sögusagnir um að bundin séu honum forn álög. Á Álfhóli er útsýnisskífa með helstu örnefnum í fjallahring Siglufjarðar.

Álfur útvegsbóndi í Saurbæ, skammt frá, hafði ungur stundað víking og efnast mjög. Hafði hann mælt svo fyrir er hann fann dauðann nálgast að hann yrði heygður í hólnum með skipi og helstu dýrgripum og að engum skyldi gagnast að rjúfa hauginn meðan jaxlar hans væru ófúnir. Sagan segir að ungir menn hafi gert tilraunir til að grafa í Álfhól og ná þaðan djásnum Álfs, en utanaðkomandi atburðir stöðvuðu verk þeirra, t.d. þegar kirkjan á Hvanneyri stóð í ljósum logum og þeir hlupu til aðstoðar. Þegar til kom reyndist kirkjubruninn sjónhverfing. Á Álfhóli er útsýnisskífa með helstu örnefnum í fjallahring Siglufjarðar. Skammt austar, eða um 250 m, eru tóftir Saurbæjar sem fór í eyði á fyrrihluta 20. aldar.

Upplýsingar fengnar af www.fjallabyggd.is

Tengdar fréttir

Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst