HUNDUR Í ÓSKILUM Á ALLANUM!

HUNDUR Í ÓSKILUM Á ALLANUM! Barnatónleikar. Skaust inn á Allan í gær, en þar fóru fram þeir skrítnustu tónleikar sem ég nokkur tíman séð og heyrt um

Fréttir

HUNDUR Í ÓSKILUM Á ALLANUM!

Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur G. Stephensen
Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur G. Stephensen

Skaust inn á Allan í gær, en þar fóru fram þeir skrítnustu tónleikar sem ég nokkur tíman séð og heyrt um ævina.

Þarna var allt full af börnum á öllum aldri, mest ”fullorðnum” börnum, sum með skegg og sum sköllótt.

En allir skemmtu sér vel og það var gaman að heyra börnin hvísla ”nei, sjáðu, hann er að spila á hárþurrku með gúmmíhanska límda framan á” eða ” ha, eigum við að syngja jólalag núna um hásumar”.

Hægt var að sjá undrunarsvip og hangandi hökur og andlit með stór augu á börnum af öllum stærðum og gerðum um alla sal, og uppi líka.

Það er sagt að eitt af því erfiðasta maður getur gefið sig inn í er að reyna að skemmta börnum, þá þarf maður virkilega að vanda sig, en þeir Hjörleifur og Eiríkur eru algjörir snillingar í að framleiða allskonar hljóð og óhljóð og áttu athygli barnanna allan tíman.

"Heims-um-ból fyrir hækjur"

Og börnin urðu bara meira og meira hissa........

Unnar Steinn tók með ömmu Ingu eða var það öfugt ? 

Ertu að taka mynd ?

Fullur salur af börnum á öllum aldri

NB

 
Tengdar fréttir

Athugasemdir

26.apríl 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst